Eru dyrnar opnar í heilbrigðiskerfinu fyrir veikasta fólkið okkar? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 09:02 Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta. Flestir látinna voru á aldrinum 30 til 44 ára. Algengustu orsakir þessara eitrana eru ópíóðar og önnur sterk verkjalyf. Þetta eru vondar fréttir. Á sama tíma og mikilvæg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í þá veru að fíknisjúkdóma eigi meðhöndla í heilbrigðiskerfinu virðist kerfið ekki í stakk búið til þess að taka á þessum vanda. Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum með eftirfylgni með því að stjórnvöld fylgi eftir þessari viðhorfsbreytingu með aðgerðum. Meðal þess sem ég hef lagt áherslu á á þinginu eru skaðaminnkandi aðgerðir í þágu einstaklinga með vímuefnavanda. Nú nýlega fékk ég svar við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heimildir lækna til að ávísa skaðaminnkandi ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda. Í svarinu kemur fram að hérlendis sé veitt svokölluð uppbótarmeðferð við ópíóðafíkn og veruleg aukning hafi orðið á slíkri lyfjameðferð. Þannig hafi fjöldi einstaklinga í slíkri meðferð verið 276 árið 2019, en 438 árið 2021. Meðferðin felst í ávísun ópíóðalyfs, Buprenorfins, sem getur fullnægt þörfinni fyrir ópíóða en um leið dregið úr fíkn í aðra ópíóða með hættulegri verkun. Eingöngu læknar með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum mega ávísa umræddu lyfi. Fólk með vímuefnavanda hefur að vísu gert athugasemdir við að þau skilyrði séu sett fyrir lyfjagjöf að hún sé í tengslum við eiginlega vímuefnameðferð. Lyfjameðferð við ópíóðafíkn er sögð kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Við megum samt ekki gleyma að sjúklingarnir eru afskaplega veikir og illa haldnir af lífshættulegum fíknisjúkdómi. Við þurfum að leita allra leiða til þess að aðstoða þennan viðkvæma hóp fólks og taka þeim opnum örmum í heilbrigðiskerfinu. Líkt og við tökum á móti fólki sem glímir við aðra sjúkdóma. Líf þeirra, heilsa og mannleg reisn má ekki setja skör lægra en annarra sjúklinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta. Flestir látinna voru á aldrinum 30 til 44 ára. Algengustu orsakir þessara eitrana eru ópíóðar og önnur sterk verkjalyf. Þetta eru vondar fréttir. Á sama tíma og mikilvæg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í þá veru að fíknisjúkdóma eigi meðhöndla í heilbrigðiskerfinu virðist kerfið ekki í stakk búið til þess að taka á þessum vanda. Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum með eftirfylgni með því að stjórnvöld fylgi eftir þessari viðhorfsbreytingu með aðgerðum. Meðal þess sem ég hef lagt áherslu á á þinginu eru skaðaminnkandi aðgerðir í þágu einstaklinga með vímuefnavanda. Nú nýlega fékk ég svar við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heimildir lækna til að ávísa skaðaminnkandi ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda. Í svarinu kemur fram að hérlendis sé veitt svokölluð uppbótarmeðferð við ópíóðafíkn og veruleg aukning hafi orðið á slíkri lyfjameðferð. Þannig hafi fjöldi einstaklinga í slíkri meðferð verið 276 árið 2019, en 438 árið 2021. Meðferðin felst í ávísun ópíóðalyfs, Buprenorfins, sem getur fullnægt þörfinni fyrir ópíóða en um leið dregið úr fíkn í aðra ópíóða með hættulegri verkun. Eingöngu læknar með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum mega ávísa umræddu lyfi. Fólk með vímuefnavanda hefur að vísu gert athugasemdir við að þau skilyrði séu sett fyrir lyfjagjöf að hún sé í tengslum við eiginlega vímuefnameðferð. Lyfjameðferð við ópíóðafíkn er sögð kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Við megum samt ekki gleyma að sjúklingarnir eru afskaplega veikir og illa haldnir af lífshættulegum fíknisjúkdómi. Við þurfum að leita allra leiða til þess að aðstoða þennan viðkvæma hóp fólks og taka þeim opnum örmum í heilbrigðiskerfinu. Líkt og við tökum á móti fólki sem glímir við aðra sjúkdóma. Líf þeirra, heilsa og mannleg reisn má ekki setja skör lægra en annarra sjúklinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun