Um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála Erla María Tölgyes skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun