Leikskólamálin á Alþingi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:31 Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun