Ferðamenn færa verslun og þjónustu upp á hærra stig Una Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 07:30 Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun