Afhendingaröryggi heits vatns Ó. Ingi Tómasson skrifar 14. desember 2022 14:00 Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Einnig má geta þess að afhendingaröryggi heits vatns getur rofnað af öðrum orsökum t.d. vegna náttúruhamfara en stutt er síðan umræða um slíkt var vegna eldgoss á Reykjanesskaga. Krýsuvík Í febrúar 2021 skrifaði ég grein í Fréttablaðið „Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti“ Í þessu samhengi þurfum við að líta til fleiri staða en nú er til öflunar á heitu vatni, nærtækast er að horfa til háhitasvæðisins í Krýsuvík. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 27. sept. sl. viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku „Um samstarf um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík“ sem m.a. fellst í að vinna áfram að hugmyndum um nýtingu auðlinda á svæðinu, öflunar jarðhita og ferskvatns. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir í morgun (14.12.) þar sem var m.a. bókað: „Umhverfis- og framkvæmdaráð vekur athygli á að Krýsuvík sé kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Því er enn meiri ástæða til að flýta rannsóknum til nýtingar á jarðvarma á því svæði. Með nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið“. Læt ég lokaorð greinar minnar frá því febrúar 2021 verða lokaorðin hér: „heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því sem á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna“. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veður Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Einnig má geta þess að afhendingaröryggi heits vatns getur rofnað af öðrum orsökum t.d. vegna náttúruhamfara en stutt er síðan umræða um slíkt var vegna eldgoss á Reykjanesskaga. Krýsuvík Í febrúar 2021 skrifaði ég grein í Fréttablaðið „Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti“ Í þessu samhengi þurfum við að líta til fleiri staða en nú er til öflunar á heitu vatni, nærtækast er að horfa til háhitasvæðisins í Krýsuvík. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 27. sept. sl. viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku „Um samstarf um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík“ sem m.a. fellst í að vinna áfram að hugmyndum um nýtingu auðlinda á svæðinu, öflunar jarðhita og ferskvatns. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir í morgun (14.12.) þar sem var m.a. bókað: „Umhverfis- og framkvæmdaráð vekur athygli á að Krýsuvík sé kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Því er enn meiri ástæða til að flýta rannsóknum til nýtingar á jarðvarma á því svæði. Með nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið“. Læt ég lokaorð greinar minnar frá því febrúar 2021 verða lokaorðin hér: „heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því sem á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna“. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar