Tekist á um frumvarp Willums: Vill að saumaklúbbarnir fái sínar mentólsígarettur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 08:08 Hildur Sverrisdóttir og Willum Þór Þórsson. Þau eru ósammála um hvort banna eigi mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Tekist var á um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær. Fari frumvarpið í gegn væru mentólsígarettur ekki lengur leyfilegar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarpið einna helst hafa áhrif á saumaklúbba landsins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur. Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur.
Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda