N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 12:28 Vörurnar eru komnar á N1 en reikna má með að þær seljist eins og heitar lummur. Vísir/Elísabet Inga Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime. Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime.
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20