Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 15:55 Frá Hornströndum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu. Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu.
Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59