Félag Blocks, Hoonigan Industries, staðfestir andlátið í samtali við bandaríska fjölmiðla.
Block naut mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem honum tókst að framleiða kappakstursmyndbönd sem tugir milljóna fylgdust með. Þá var hann í hópi fólks sem kom skómerkinu DC á laggirnar árið 1984, en Block seldi sinn hlut árið 2004.
Banaslysið varð í Utah í Bandaríkjunum í gær þar sem Block var á ferð með hópi fólks á snjósleða. Á hann að hafa fengið einn sleðann yfir sig.
„Ken var hugsjónamaður, frumkvöðull og átrúnaðargoð. En það sem mikilvægast var þá var hann faðir og eiginmaður. Hans verður sárt saknað,“ segir í yfirlýsingu Hoonigan Industries.
Eftir að Block seldi hlut sinn í skóvörumerkinu DC hóf hann feril sem kappakstursökuþór og vann hann meðal annars til fimm verðlauna á X Games.