Runnið á rassinn í Reykjavík Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 3. janúar 2023 13:31 Það fór ekki framhjá mörgum í síðasta mánuði þegar miklum snjó kyngdi niður á stuttum tíma á höfuðborgarsvæðinu, og raunar um land allt. Illa gekk hjá borginni að moka götur og stíga í kjölfarið. Þarna er mikil vinna fyrir höndum og auðvitað er skiljanlegt að hlutirnir taki sinn tíma. En það var eitthvað mikið að um daginn. Hlutirnir gengu mun hægar en við eigum að venjast, og það hvernig var forgangsraðað í mokstrinum vekur upp margar spurningar. Kem nánar inn á það á eftir. Mestur hluti snjómoksturs og hálkuvarna fer orðið fram í verktakavinnu og eru þeir valdir með útboðum. Borgin er þannig að litlum hluta með eigið starfsfólk í því að moka. Allar götur eru hjá verktökum, allar gönguleiðir eru hjá verktökum (þó með nokkrum undantekningum) og allar stofnanalóðir eru hjá verktökum. Þetta er gert svona því það á víst að vera hagkvæmara. Ódýrara á þannig að vera að fá verktaka í snjómokstur heldur en að ráða fólk beint til starfa hjá borginni. Borgin átti eitt sinn 100 tæki til moksturs Lítum aðeins til baka til baka, til ársins 1984 þegar hagaðstæður voru ekki nærri því eins góðar og núna. Þá var borgin með 170 fastráðið starfsfólk í vinnu við það að ryðja götur og stíga. Í bréfi gatnamálastjóra til borgarstjórans í Reykjavík, þann 24. janúar 1984 gerði hann grein fyrir stöðu hreinsunarmála vegna snjóa og hálku. Þar kom fram að við hreinsun gatna hefði borgin þá yfir um 100 tækjum að ráða. Síðan þá hefur fjöldi véla verið seldur frá borginni og mest allur mokstur af hendi hennar verið lagður niður. Til samanburðar, í lok árs 2022 var staðan þannig að á bilinu 9 til 21 tæki mokuðu götur og stíga í Reykjavík. Hér erum við komin inn á það tímabil þar sem verktakar sinna vinnunni fyrir borgina því ofuráhersla á að vera á svokallaða hagkvæmni í rekstri þar sem hið opinbera hefur sífellt haldið því fram að með því að spara í grunnþjónustunni eigi það að borga sig. Það er ekki hugsað til lengri tíma, eða hvað samfélagið tapar miklum fjármunum á því að spara í grunnþjónustu. Eftir stöndum við með mun minna bolmagn en þegar borgin ruddi sjálf. Hagkvæmni? Maður veltir því fyrir sér hvar hagkvæmnina í núverandi fyrirkomulagi er að finna hér í Reykjavík. Hana er ekki að finna í ógreiðfærum leiðum, hana er ekki að finna í miklum kostnaði við það að koma upp millilið, hagkvæmnina er ekki að finna í því að fleiri renni í hálku og slasist. Svona mætti lengi telja. Það er greinilegt að borgin er ekki með nægilegt afl til þess að sjá til þess að hér sé mokað vel og á skilvirkan hátt. Þrátt fyrir loforð um að með því að færa snjómokstur til verktaka myndu borgarbúar fá betri mokstur fyrir minna fé virðist niðurstaðan vera allt önnur. Borgarbúar eru að fá mun minni þjónustu fyrir meiri pening. Það er orðið nokkuð þekkt að útvistun verkefna frá ríki hinu opinbera til einkafyrirtækja eykst með tímanum. Til að byrja með getur verið að hún kosti minna en það var að ráða starfsfólk beint til starfa fyrir sveitarfélagið. En með tímanum hleðst upp kostnaður. Það er ávallt þannig þegar millilið er komið fyrir í grunnþjónustu. Það þarf mikið eftirlit með því að verktakinn sé að standa við skuldbindingar sínar og sífellt þarf að bæta við fleirum smáum letrum í samningana. Þetta sáum við um daginn þegar að undirverktakar mættu ekki til að moka snjóinn þrátt fyrir að vera með samning við borgina. Þarna mun kostnaður aukast því væntanlega þarf að rannsaka hvað fór úrskeiðis. Borgin verður væntanlega líka að reka heila deild sem sér um samninga við þessa aðila. Kostnaðurinn hleðst svona upp með tímanum þegar borgin útvistar verkefnum sínum til þriðja aðila. Í stað þess að hafa hér einfalt kerfi þar sem borgin rekur snjómokstur milliliðalaust erum við komin með gríðarlega flókið og ógagnsætt fyrirkomulag. Það segir allt þegar einu upplýsingar sem við fáum er að það hafi verið “á bilinu 9 til 21 tæki” við snjómokstur. Borgin hefur ekki hugmynd um hver nákvæma talan er. Mokað fyrir strætóskýlin Snjómokstrinum sjálfur krefst mikilla umbóta. Í kynningu um vetrarþjónustu Reykjavíkur frá því í byrjun síðasta árs var sagt frá því hvernig forgangsraðað væri í mokstur gatna. Þar var sagt að stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóti forgangs, en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir kl. 7.00 að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. 8.00. Þetta gekk engan veginn eftir þegar fór að snjóa síðasta desember. Við sjáum að enn er ekki hugað að foreldrum með barnavagna eins og á síðasta ári. Þau sem nota hjólastóla komast ekki leiða sinna því snjósköfl þvera gangstéttirnar og eldri borgarar halda sig heima í stað þess að fara út af sömu ástæðum. Flokkarnir í meirihlutanum geysast oft fram á ritvöllinn og segja hvernig þau séu mestu vinir almenningssamgangna og göngugatna í Reykjavík. Engir aðrir skilji mikilvægi slíkra samganga eins vel og þau. Samt var það svo að iðulega var snjó mokað í hrúgum fyrir framan strætóskýlin. Að taka strætó í slíku ástandi er mjög fráhrindandi. Margar myndir á samfélagsmiðlum, þar með talið á síðu félags strætófarþega sýndu snjóhrúgur sem þveruðu skýlin og gerðu það að verkum að fólk gat ekki beðið eftir vagninum á réttum stað. Það var bókstaflega verið að grafa undan aðgengi íbúa að almenningssamgöngum. Ekki höfum við heyrt mikið frá sjálfskipuðum vinum almenningssamgangna um þessi mál. En það er kannski þægilegra að geta slegið sig til riddara á tyllidögum, frekar en að vinna verkin sem tryggja að það sé eitthvað á bakvið orðin. Göngugöturnar voru svo annar kafli út af fyrir sig. Laugavegurinn virtist njóta minnsta forgangs. Þar var glerhálka í mjög langan tíma og göngustígurinn á Hverfisgötu var snjóþakinn í nokkra daga eftir að það hafði kyngt niður. Þetta gerðist á vakt meirihluta sem segist vilja draga úr ferðum einkabíla og fjölga gangandi og hjólandi vegfarendum. Mótsögnin birtist okkur skýrt þarna. Orð og gjörðir fara ekki saman. Víða í borginni höfum við heyrt frásagnir af ófullnægjandi mokstri þar sem gangandi eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Í Grafarholti birtust einnig myndskeið af snjóblásturstækjum sem voru að blása inn á svalirnar hjá fólki. Það er ljóst að snjómokstur í Reykjavík er ekki á nægilega góðum stað. Þegar Íbúar hafa fengið sig fullsadda af því að geta ekki reitt sig á þjónustu borgarinnar, að geta ekki komist ferða sinna, að geta ekki tekið Strætó og að geta ekki komist af heimili sínu. Tökum út milliliðinn Sósíalistar telja að best fari á því að borgin dragi úr milliliðum í kerfinu og eftirlitinu sem því fylgir og kaupi eigin tæki og ráði starfsfólk beint, eins og áður var gert. Þar er mikilvægt að nýta þekkingu starfsfólks og hlusta á það sem þau hafa fram að færa, sbr. þegar starfsfólk í vetrarþjónustu Reykjavíkur sendi í lok janúar yfirmönnum vetrarþjónustunnar bréf þar sem þeir segjast vera búnir að fá sig fullsadda undan hringlandahætti, þekkingar- og skilningsleysi og virðingarleysi í sinn garð. Það á ekki að spara sér til ógagns í þessum málaflokki. Það verður að tryggja það að allir geti komist sinnar leiðar. Í því felst hagkvæmnin, en ekki í því hvernig sé hægt að pikka og grafa undan þjónustunni. Það kostar mun meira. Við búum á Íslandi, við vitum að hér snjóar oft og getur snjóað mikið. Stundum er eðlilegt að hlutirnir taki tíma og við vitum að starfsfólkið er á fullu við að ryðja. En svo ég segi það aftur, þá búum við á Íslandi, við ættum að geta skipulagt fram í tímann og litið til þess hvað hefur gengið vel og hvað ekki. Það er gott að hafa fleiri tæki, eins og raunin var, það er gott að borgin eigi tækin eins og raunin var. Borgin verður að hætta að bregðast við eftir á og vera tilbúin fyrir það þegar fer að snjóa. Það á ekki að koma neinum á óvart þegar það fer að snjóa. Gerum betur og verum tilbúin. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það fór ekki framhjá mörgum í síðasta mánuði þegar miklum snjó kyngdi niður á stuttum tíma á höfuðborgarsvæðinu, og raunar um land allt. Illa gekk hjá borginni að moka götur og stíga í kjölfarið. Þarna er mikil vinna fyrir höndum og auðvitað er skiljanlegt að hlutirnir taki sinn tíma. En það var eitthvað mikið að um daginn. Hlutirnir gengu mun hægar en við eigum að venjast, og það hvernig var forgangsraðað í mokstrinum vekur upp margar spurningar. Kem nánar inn á það á eftir. Mestur hluti snjómoksturs og hálkuvarna fer orðið fram í verktakavinnu og eru þeir valdir með útboðum. Borgin er þannig að litlum hluta með eigið starfsfólk í því að moka. Allar götur eru hjá verktökum, allar gönguleiðir eru hjá verktökum (þó með nokkrum undantekningum) og allar stofnanalóðir eru hjá verktökum. Þetta er gert svona því það á víst að vera hagkvæmara. Ódýrara á þannig að vera að fá verktaka í snjómokstur heldur en að ráða fólk beint til starfa hjá borginni. Borgin átti eitt sinn 100 tæki til moksturs Lítum aðeins til baka til baka, til ársins 1984 þegar hagaðstæður voru ekki nærri því eins góðar og núna. Þá var borgin með 170 fastráðið starfsfólk í vinnu við það að ryðja götur og stíga. Í bréfi gatnamálastjóra til borgarstjórans í Reykjavík, þann 24. janúar 1984 gerði hann grein fyrir stöðu hreinsunarmála vegna snjóa og hálku. Þar kom fram að við hreinsun gatna hefði borgin þá yfir um 100 tækjum að ráða. Síðan þá hefur fjöldi véla verið seldur frá borginni og mest allur mokstur af hendi hennar verið lagður niður. Til samanburðar, í lok árs 2022 var staðan þannig að á bilinu 9 til 21 tæki mokuðu götur og stíga í Reykjavík. Hér erum við komin inn á það tímabil þar sem verktakar sinna vinnunni fyrir borgina því ofuráhersla á að vera á svokallaða hagkvæmni í rekstri þar sem hið opinbera hefur sífellt haldið því fram að með því að spara í grunnþjónustunni eigi það að borga sig. Það er ekki hugsað til lengri tíma, eða hvað samfélagið tapar miklum fjármunum á því að spara í grunnþjónustu. Eftir stöndum við með mun minna bolmagn en þegar borgin ruddi sjálf. Hagkvæmni? Maður veltir því fyrir sér hvar hagkvæmnina í núverandi fyrirkomulagi er að finna hér í Reykjavík. Hana er ekki að finna í ógreiðfærum leiðum, hana er ekki að finna í miklum kostnaði við það að koma upp millilið, hagkvæmnina er ekki að finna í því að fleiri renni í hálku og slasist. Svona mætti lengi telja. Það er greinilegt að borgin er ekki með nægilegt afl til þess að sjá til þess að hér sé mokað vel og á skilvirkan hátt. Þrátt fyrir loforð um að með því að færa snjómokstur til verktaka myndu borgarbúar fá betri mokstur fyrir minna fé virðist niðurstaðan vera allt önnur. Borgarbúar eru að fá mun minni þjónustu fyrir meiri pening. Það er orðið nokkuð þekkt að útvistun verkefna frá ríki hinu opinbera til einkafyrirtækja eykst með tímanum. Til að byrja með getur verið að hún kosti minna en það var að ráða starfsfólk beint til starfa fyrir sveitarfélagið. En með tímanum hleðst upp kostnaður. Það er ávallt þannig þegar millilið er komið fyrir í grunnþjónustu. Það þarf mikið eftirlit með því að verktakinn sé að standa við skuldbindingar sínar og sífellt þarf að bæta við fleirum smáum letrum í samningana. Þetta sáum við um daginn þegar að undirverktakar mættu ekki til að moka snjóinn þrátt fyrir að vera með samning við borgina. Þarna mun kostnaður aukast því væntanlega þarf að rannsaka hvað fór úrskeiðis. Borgin verður væntanlega líka að reka heila deild sem sér um samninga við þessa aðila. Kostnaðurinn hleðst svona upp með tímanum þegar borgin útvistar verkefnum sínum til þriðja aðila. Í stað þess að hafa hér einfalt kerfi þar sem borgin rekur snjómokstur milliliðalaust erum við komin með gríðarlega flókið og ógagnsætt fyrirkomulag. Það segir allt þegar einu upplýsingar sem við fáum er að það hafi verið “á bilinu 9 til 21 tæki” við snjómokstur. Borgin hefur ekki hugmynd um hver nákvæma talan er. Mokað fyrir strætóskýlin Snjómokstrinum sjálfur krefst mikilla umbóta. Í kynningu um vetrarþjónustu Reykjavíkur frá því í byrjun síðasta árs var sagt frá því hvernig forgangsraðað væri í mokstur gatna. Þar var sagt að stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóti forgangs, en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir kl. 7.00 að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. 8.00. Þetta gekk engan veginn eftir þegar fór að snjóa síðasta desember. Við sjáum að enn er ekki hugað að foreldrum með barnavagna eins og á síðasta ári. Þau sem nota hjólastóla komast ekki leiða sinna því snjósköfl þvera gangstéttirnar og eldri borgarar halda sig heima í stað þess að fara út af sömu ástæðum. Flokkarnir í meirihlutanum geysast oft fram á ritvöllinn og segja hvernig þau séu mestu vinir almenningssamgangna og göngugatna í Reykjavík. Engir aðrir skilji mikilvægi slíkra samganga eins vel og þau. Samt var það svo að iðulega var snjó mokað í hrúgum fyrir framan strætóskýlin. Að taka strætó í slíku ástandi er mjög fráhrindandi. Margar myndir á samfélagsmiðlum, þar með talið á síðu félags strætófarþega sýndu snjóhrúgur sem þveruðu skýlin og gerðu það að verkum að fólk gat ekki beðið eftir vagninum á réttum stað. Það var bókstaflega verið að grafa undan aðgengi íbúa að almenningssamgöngum. Ekki höfum við heyrt mikið frá sjálfskipuðum vinum almenningssamgangna um þessi mál. En það er kannski þægilegra að geta slegið sig til riddara á tyllidögum, frekar en að vinna verkin sem tryggja að það sé eitthvað á bakvið orðin. Göngugöturnar voru svo annar kafli út af fyrir sig. Laugavegurinn virtist njóta minnsta forgangs. Þar var glerhálka í mjög langan tíma og göngustígurinn á Hverfisgötu var snjóþakinn í nokkra daga eftir að það hafði kyngt niður. Þetta gerðist á vakt meirihluta sem segist vilja draga úr ferðum einkabíla og fjölga gangandi og hjólandi vegfarendum. Mótsögnin birtist okkur skýrt þarna. Orð og gjörðir fara ekki saman. Víða í borginni höfum við heyrt frásagnir af ófullnægjandi mokstri þar sem gangandi eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Í Grafarholti birtust einnig myndskeið af snjóblásturstækjum sem voru að blása inn á svalirnar hjá fólki. Það er ljóst að snjómokstur í Reykjavík er ekki á nægilega góðum stað. Þegar Íbúar hafa fengið sig fullsadda af því að geta ekki reitt sig á þjónustu borgarinnar, að geta ekki komist ferða sinna, að geta ekki tekið Strætó og að geta ekki komist af heimili sínu. Tökum út milliliðinn Sósíalistar telja að best fari á því að borgin dragi úr milliliðum í kerfinu og eftirlitinu sem því fylgir og kaupi eigin tæki og ráði starfsfólk beint, eins og áður var gert. Þar er mikilvægt að nýta þekkingu starfsfólks og hlusta á það sem þau hafa fram að færa, sbr. þegar starfsfólk í vetrarþjónustu Reykjavíkur sendi í lok janúar yfirmönnum vetrarþjónustunnar bréf þar sem þeir segjast vera búnir að fá sig fullsadda undan hringlandahætti, þekkingar- og skilningsleysi og virðingarleysi í sinn garð. Það á ekki að spara sér til ógagns í þessum málaflokki. Það verður að tryggja það að allir geti komist sinnar leiðar. Í því felst hagkvæmnin, en ekki í því hvernig sé hægt að pikka og grafa undan þjónustunni. Það kostar mun meira. Við búum á Íslandi, við vitum að hér snjóar oft og getur snjóað mikið. Stundum er eðlilegt að hlutirnir taki tíma og við vitum að starfsfólkið er á fullu við að ryðja. En svo ég segi það aftur, þá búum við á Íslandi, við ættum að geta skipulagt fram í tímann og litið til þess hvað hefur gengið vel og hvað ekki. Það er gott að hafa fleiri tæki, eins og raunin var, það er gott að borgin eigi tækin eins og raunin var. Borgin verður að hætta að bregðast við eftir á og vera tilbúin fyrir það þegar fer að snjóa. Það á ekki að koma neinum á óvart þegar það fer að snjóa. Gerum betur og verum tilbúin. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun