„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. janúar 2023 21:30 Jón Mýrdal skorar á veitingamenn að vera óhræddir við að rukka nóg. Vísir/Egill Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“ Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“
Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15