Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. janúar 2023 13:42 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Egill Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira