Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. janúar 2023 13:42 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Egill Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira