Tískumerkin greiða minna en svarar framleiðslukostnaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2023 08:42 Vanefndir tískumerkjanna koma verst niður á starfsmönnum verksmiðjanna. epa/Monirul Alam Margar tískufataverslanir hafa greitt verksmiðjum í Bangladesh minna fyrir vörur en sem svarar framleiðslukostnaðinum. Sérfræðingur segir þetta koma niður á starfsmönnum verksmiðjanna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Aberdeen University Business School og samtakanna Transform Trade. Rannsóknin náði til þúsund verksmiðja, þar sem stjórnendur sögðust enn vera að fá sömu upphæðir fyrir vörur og fyrir kórónuveirufaraldurinn, þrátt fyrir gríðarlega hækkun framleiðslukostnaðar. Einn af hverjum fimm sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða starfsmönnum sínum lágmarkslaun; rúm tvö pund fyrir daginn. Samkvæmt rannsókninni voru 90 prósent af stærri tískuvörumerkjum sem keyptu fatnað frá fjórum eða fleiri verksmiðjum sögð stunda óheiðarlega viðskiptahætti. Þar á meðal afpantanir, tafir á greiðslum og kröfur um afslátt. Þá greiddu sumir alls ekki fyrir þær vörur sem þeir pöntuðu. Muhammad Azizul Islam, prófessor við Aberdeen University, segir starfsmenn verksmiðjanna í Bangladesh ekki fá nóg greitt til að fæða sig og klæða, á sama tíma og hagnaður tískufyrirtækjanna hafi aukist. Hann segir stærri fyrirtækin verri en þau minni hvað varðar óheiðarlega viðskiptahætti. Allt að 85 prósent af útflutningstekjum Bangladesh eru tilkomnar vegna fataiðnaðarins og fleiri en 12 milljónir íbúa eru taldir eiga lífsviðurværi sitt undir iðnaðinum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 25 prósent verkafólks hafi misst vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Fiona Gooch, hjá Transform Trade, segir niðurstöðurnar „vakningu“; vanefndir viðskiptavina komi harðast niður á starfsfólki verksmiðjanna. Hún kallar eftir eftirliti með viðskiptaháttum fataiðnaðarins á Bretlandseyjum. Bangladess Tíska og hönnun Verslun Neytendur Bretland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Aberdeen University Business School og samtakanna Transform Trade. Rannsóknin náði til þúsund verksmiðja, þar sem stjórnendur sögðust enn vera að fá sömu upphæðir fyrir vörur og fyrir kórónuveirufaraldurinn, þrátt fyrir gríðarlega hækkun framleiðslukostnaðar. Einn af hverjum fimm sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða starfsmönnum sínum lágmarkslaun; rúm tvö pund fyrir daginn. Samkvæmt rannsókninni voru 90 prósent af stærri tískuvörumerkjum sem keyptu fatnað frá fjórum eða fleiri verksmiðjum sögð stunda óheiðarlega viðskiptahætti. Þar á meðal afpantanir, tafir á greiðslum og kröfur um afslátt. Þá greiddu sumir alls ekki fyrir þær vörur sem þeir pöntuðu. Muhammad Azizul Islam, prófessor við Aberdeen University, segir starfsmenn verksmiðjanna í Bangladesh ekki fá nóg greitt til að fæða sig og klæða, á sama tíma og hagnaður tískufyrirtækjanna hafi aukist. Hann segir stærri fyrirtækin verri en þau minni hvað varðar óheiðarlega viðskiptahætti. Allt að 85 prósent af útflutningstekjum Bangladesh eru tilkomnar vegna fataiðnaðarins og fleiri en 12 milljónir íbúa eru taldir eiga lífsviðurværi sitt undir iðnaðinum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 25 prósent verkafólks hafi misst vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Fiona Gooch, hjá Transform Trade, segir niðurstöðurnar „vakningu“; vanefndir viðskiptavina komi harðast niður á starfsfólki verksmiðjanna. Hún kallar eftir eftirliti með viðskiptaháttum fataiðnaðarins á Bretlandseyjum.
Bangladess Tíska og hönnun Verslun Neytendur Bretland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira