„Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2023 11:34 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítala sem ákærð er fyrir manndráp í ágúst 2021 fór fram í vikunni. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa neytt næringardrykk ofan í sjúkling, með þeim afleiðingum að hann lést. Í yfirlýsingu Landspítala vegna málsins í gær segir að við atvikið hafi ýmsir annmarkar komið í ljós á geðþjónustunni - sem gerðar hafi verið úrbætur á. Spítalanum þykir jafnframt miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við „ófullnægjandi aðstæður“ á þessum tíma. Gott að fá viðurkenninguna Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga fagnar yfirlýsingu spítalans. „Þarna finnst mér Landspítalinn stíga fram með gott fordæmi og viðurkennir það að það þarf skýrara verklag, betri starfsaðstæður og aukna þjálfun. Og ég fagna því mjög. Nú er þessi viðurkenning komin þannig að nú verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður,“ segir Guðbjörg. Búið sé að gefa í á ýmsum sviðum - en ekki nógu mikið. Fyrst og fremst verði að bæta mönnun. Mál hjúkrunarfræðingsins, sem og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Hávært ákall sé um að refsilöggjöf verði endurskoðuð. „Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Ég ætla bara að leyfa mér að tala líka fyrir þeirra hönd því þau eru meðvituð um það og eru búin að vera það til margra ára. Það er mjög sérstakt að sinna starfi sem þú hefur áhuga á að læra, lærðir og vilt starfa við og síðan er þetta starfsumhverfið sem setur þér þessar skorður. Það eru engin lágmarksviðmið í mönnun, það eru ófullnægjandi starfsaðstæður, það vantar búnað og fleira. Síðan ef eitthvað kemur upp á ert það þú sem ert tekinn fyrir dómstóla, þú sem einstaklingur,“ segir Guðbjörg. Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítala sem ákærð er fyrir manndráp í ágúst 2021 fór fram í vikunni. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa neytt næringardrykk ofan í sjúkling, með þeim afleiðingum að hann lést. Í yfirlýsingu Landspítala vegna málsins í gær segir að við atvikið hafi ýmsir annmarkar komið í ljós á geðþjónustunni - sem gerðar hafi verið úrbætur á. Spítalanum þykir jafnframt miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við „ófullnægjandi aðstæður“ á þessum tíma. Gott að fá viðurkenninguna Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga fagnar yfirlýsingu spítalans. „Þarna finnst mér Landspítalinn stíga fram með gott fordæmi og viðurkennir það að það þarf skýrara verklag, betri starfsaðstæður og aukna þjálfun. Og ég fagna því mjög. Nú er þessi viðurkenning komin þannig að nú verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður,“ segir Guðbjörg. Búið sé að gefa í á ýmsum sviðum - en ekki nógu mikið. Fyrst og fremst verði að bæta mönnun. Mál hjúkrunarfræðingsins, sem og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Hávært ákall sé um að refsilöggjöf verði endurskoðuð. „Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Ég ætla bara að leyfa mér að tala líka fyrir þeirra hönd því þau eru meðvituð um það og eru búin að vera það til margra ára. Það er mjög sérstakt að sinna starfi sem þú hefur áhuga á að læra, lærðir og vilt starfa við og síðan er þetta starfsumhverfið sem setur þér þessar skorður. Það eru engin lágmarksviðmið í mönnun, það eru ófullnægjandi starfsaðstæður, það vantar búnað og fleira. Síðan ef eitthvað kemur upp á ert það þú sem ert tekinn fyrir dómstóla, þú sem einstaklingur,“ segir Guðbjörg.
Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58
Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17