„Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2023 11:34 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítala sem ákærð er fyrir manndráp í ágúst 2021 fór fram í vikunni. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa neytt næringardrykk ofan í sjúkling, með þeim afleiðingum að hann lést. Í yfirlýsingu Landspítala vegna málsins í gær segir að við atvikið hafi ýmsir annmarkar komið í ljós á geðþjónustunni - sem gerðar hafi verið úrbætur á. Spítalanum þykir jafnframt miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við „ófullnægjandi aðstæður“ á þessum tíma. Gott að fá viðurkenninguna Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga fagnar yfirlýsingu spítalans. „Þarna finnst mér Landspítalinn stíga fram með gott fordæmi og viðurkennir það að það þarf skýrara verklag, betri starfsaðstæður og aukna þjálfun. Og ég fagna því mjög. Nú er þessi viðurkenning komin þannig að nú verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður,“ segir Guðbjörg. Búið sé að gefa í á ýmsum sviðum - en ekki nógu mikið. Fyrst og fremst verði að bæta mönnun. Mál hjúkrunarfræðingsins, sem og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Hávært ákall sé um að refsilöggjöf verði endurskoðuð. „Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Ég ætla bara að leyfa mér að tala líka fyrir þeirra hönd því þau eru meðvituð um það og eru búin að vera það til margra ára. Það er mjög sérstakt að sinna starfi sem þú hefur áhuga á að læra, lærðir og vilt starfa við og síðan er þetta starfsumhverfið sem setur þér þessar skorður. Það eru engin lágmarksviðmið í mönnun, það eru ófullnægjandi starfsaðstæður, það vantar búnað og fleira. Síðan ef eitthvað kemur upp á ert það þú sem ert tekinn fyrir dómstóla, þú sem einstaklingur,“ segir Guðbjörg. Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítala sem ákærð er fyrir manndráp í ágúst 2021 fór fram í vikunni. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa neytt næringardrykk ofan í sjúkling, með þeim afleiðingum að hann lést. Í yfirlýsingu Landspítala vegna málsins í gær segir að við atvikið hafi ýmsir annmarkar komið í ljós á geðþjónustunni - sem gerðar hafi verið úrbætur á. Spítalanum þykir jafnframt miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við „ófullnægjandi aðstæður“ á þessum tíma. Gott að fá viðurkenninguna Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga fagnar yfirlýsingu spítalans. „Þarna finnst mér Landspítalinn stíga fram með gott fordæmi og viðurkennir það að það þarf skýrara verklag, betri starfsaðstæður og aukna þjálfun. Og ég fagna því mjög. Nú er þessi viðurkenning komin þannig að nú verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður,“ segir Guðbjörg. Búið sé að gefa í á ýmsum sviðum - en ekki nógu mikið. Fyrst og fremst verði að bæta mönnun. Mál hjúkrunarfræðingsins, sem og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Hávært ákall sé um að refsilöggjöf verði endurskoðuð. „Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Ég ætla bara að leyfa mér að tala líka fyrir þeirra hönd því þau eru meðvituð um það og eru búin að vera það til margra ára. Það er mjög sérstakt að sinna starfi sem þú hefur áhuga á að læra, lærðir og vilt starfa við og síðan er þetta starfsumhverfið sem setur þér þessar skorður. Það eru engin lágmarksviðmið í mönnun, það eru ófullnægjandi starfsaðstæður, það vantar búnað og fleira. Síðan ef eitthvað kemur upp á ert það þú sem ert tekinn fyrir dómstóla, þú sem einstaklingur,“ segir Guðbjörg.
Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58
Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17