Þetta á ekki að gerast Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 12:30 Fossvogsskóli Vísir/Egill Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. Mikill leki varð í Fossvogsskóla í gær en skólahaldi var aflýst á miðstigi vegna lekans og um 150 börn voru send heim að sögn skólastjóra Fossvogsskóla en frá þessu var sagt í fréttum okkar í gær. Þak hússins er fremur nýtt og því kom á óvart að það hélt ekki vatninu. Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá borginni segir lekann mikil vonbrigði. „Já þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði í þessari byggingu sem er nýbúið að taka alla í gegn að þetta skuli koma upp. Þó að aðstæðurnar hafi vissulega verið sérstakar. Þetta er náttúrulega hlutur sem við munum fara yfir strax eftir helgi til að finna út úr því hvað veldur. Hvað sem það svo sem er. Hvort það er tengt hönnun eða framkvæmd eða eftirliti með framkvæmdum og þess háttar.“ Óánægja foreldra sé skiljanleg en kennsla hefst strax eftir helgi. „Mjög svo skiljanlegt. Þetta er hins vegar óhapp sem kemur og eins og ég sagði áðan þá munum við kafa ofan í það til þess að komast að því hvað hefur farið þarna úrskeiðis. Það er hins vegar stefnt að því að kennsla muni hefjast samkvæmt stundaskrá strax á mánudagsmorgun í byggingunni. Það er unnið að því hörðum höndum um helgina að koma þessu í lag svo það verði hægt.“ Þetta eigi ekki að gerast þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. „Við verðum að tryggja að þrátt fyrir þessar aðstæður sem voru uppi þá á þetta ekki að gerast. Við verðum þá að fara í gegnum það hvað það er sem klikkar.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Mikill leki varð í Fossvogsskóla í gær en skólahaldi var aflýst á miðstigi vegna lekans og um 150 börn voru send heim að sögn skólastjóra Fossvogsskóla en frá þessu var sagt í fréttum okkar í gær. Þak hússins er fremur nýtt og því kom á óvart að það hélt ekki vatninu. Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá borginni segir lekann mikil vonbrigði. „Já þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði í þessari byggingu sem er nýbúið að taka alla í gegn að þetta skuli koma upp. Þó að aðstæðurnar hafi vissulega verið sérstakar. Þetta er náttúrulega hlutur sem við munum fara yfir strax eftir helgi til að finna út úr því hvað veldur. Hvað sem það svo sem er. Hvort það er tengt hönnun eða framkvæmd eða eftirliti með framkvæmdum og þess háttar.“ Óánægja foreldra sé skiljanleg en kennsla hefst strax eftir helgi. „Mjög svo skiljanlegt. Þetta er hins vegar óhapp sem kemur og eins og ég sagði áðan þá munum við kafa ofan í það til þess að komast að því hvað hefur farið þarna úrskeiðis. Það er hins vegar stefnt að því að kennsla muni hefjast samkvæmt stundaskrá strax á mánudagsmorgun í byggingunni. Það er unnið að því hörðum höndum um helgina að koma þessu í lag svo það verði hægt.“ Þetta eigi ekki að gerast þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. „Við verðum að tryggja að þrátt fyrir þessar aðstæður sem voru uppi þá á þetta ekki að gerast. Við verðum þá að fara í gegnum það hvað það er sem klikkar.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira