Bleiki liturinn settur í sviðsljósið með nýjum kerrum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 10:28 Bleiku kerrurnar eru minni en þær gulu. Þá þarf ekki að teygja sig jafn langt niður í hana. Vísir/Vilhelm Nokkrar Bónusverslanir hafa fengið bleikar innkaupakerrur sem viðskiptavinir geta nýtt sér þegar verslað er. Kerrurnar eru minni en þær gulu en markaðsstjórinn segir nýju kerrurnar vera það sem viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir. Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur. Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur.
Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira