Heimurinn hrynji ekki þó tímalína raskist Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 20:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra viðurkennir að áætlunin sé djörf en telur þó að hún muni standast. Vísir/Arnar Mennta- og barnamálaráðherra heldur fast í tímaáætlun þjóðarhallar og telur raunhæft að höllin muni rísa árið 2025. Kostnaður við uppbyggingu eru tæpir fimmtán milljarðar og skipting milli ríkis og borgar liggur ekki fyrir. Upphaflega sagðist Reykjavíkurborg eiga tvo milljarða til. Ásmundur Einar Daðason ræddi uppbyggingu þjóðarhallar á Sprengisandi í dag. Hann segir ljóst að lítill tími sé til stefnu en telur tvö ár raunhæft markmið. „Tímalínan er djörf og ég hef sagt það að það þarf allt að ganga upp til þess að hún gangi upp. Það væri samt sérstakt ef að stjórnmálamaður sem væri að vinna að tillögum í samstarfi við íþróttir sem eru keppnisgrein setti ekki upp djarfar tímalínur. Hingað til erum við að halda tímaáætlun en það þarf allt að ganga upp. Heimurinn hrynur ekki fyrir mig sem stjórnmálamann þótt það dragist í hálft eða eitt ár, en við viljum setja okkur metnaðarfull markmið fyrir íþróttirnar.“ Þegar umræða um byggingu þjóðarhallar hófst, og viljayfirlýsing síðar undirrituð, sagði borgarstjóri að Reykjavíkurborg hafi sett svolítið fé til hliðar sem nýta mætti til verkefnisins. Tala sem nefnd hefur verið eru tveir milljarðar. Að lokinni frumathugun liggur þó fyrir að kostnaðarskiptingin verði nokkuð ójöfn, leggi borgin ekki meira til, en eins og fyrr segir er gert ráð fyrir því að uppbyggingin muni kosta fimmtán milljarða. Forsætisráðherra og borgarstjóri sögðu fyrr í janúarmánuði að þau væru bjartsýn um að samningar um kostnaðarskiptingu næðust í febrúar. Ásmundur Einar segir vel hafa gengið. „Nú erum við að forma það betur, það er samtal í gangi núna milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptinguna á þessu. Þar er búið frá síðasta fundi að halda þrjá til fjóra fundi þar sem gengur mjög vel að ræða það hvernig aðkoma beggja aðila verður að þessu.“ Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Rekstur hins opinbera Sprengisandur Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason ræddi uppbyggingu þjóðarhallar á Sprengisandi í dag. Hann segir ljóst að lítill tími sé til stefnu en telur tvö ár raunhæft markmið. „Tímalínan er djörf og ég hef sagt það að það þarf allt að ganga upp til þess að hún gangi upp. Það væri samt sérstakt ef að stjórnmálamaður sem væri að vinna að tillögum í samstarfi við íþróttir sem eru keppnisgrein setti ekki upp djarfar tímalínur. Hingað til erum við að halda tímaáætlun en það þarf allt að ganga upp. Heimurinn hrynur ekki fyrir mig sem stjórnmálamann þótt það dragist í hálft eða eitt ár, en við viljum setja okkur metnaðarfull markmið fyrir íþróttirnar.“ Þegar umræða um byggingu þjóðarhallar hófst, og viljayfirlýsing síðar undirrituð, sagði borgarstjóri að Reykjavíkurborg hafi sett svolítið fé til hliðar sem nýta mætti til verkefnisins. Tala sem nefnd hefur verið eru tveir milljarðar. Að lokinni frumathugun liggur þó fyrir að kostnaðarskiptingin verði nokkuð ójöfn, leggi borgin ekki meira til, en eins og fyrr segir er gert ráð fyrir því að uppbyggingin muni kosta fimmtán milljarða. Forsætisráðherra og borgarstjóri sögðu fyrr í janúarmánuði að þau væru bjartsýn um að samningar um kostnaðarskiptingu næðust í febrúar. Ásmundur Einar segir vel hafa gengið. „Nú erum við að forma það betur, það er samtal í gangi núna milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptinguna á þessu. Þar er búið frá síðasta fundi að halda þrjá til fjóra fundi þar sem gengur mjög vel að ræða það hvernig aðkoma beggja aðila verður að þessu.“
Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Rekstur hins opinbera Sprengisandur Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16