Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2023 07:01 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/arnar Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi. Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“ Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“
Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46