Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 10:33 Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Rut Sigurðardóttir Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var hún beðin um að leggja mat á nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í gær. Þær leiddu í ljós að verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 9,9 prósent. „Við erum auðvitað að sjá það að helmingur af þessum hækkunum á vísitölu neysluverðs núna á milli mánaða er til kominn vegna skattahækkana og hækkunum á opinberum gjöldum. Þannig að það má eiginlega segja að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna. Við erum auðvitað líka að sjá hækkanir á nauðsynjavöru, eins og matvöru og eins eldsneyti. Svo eru ýmis gjöld tengd bílum að hækka mjög mikið,“ sagði Auður Alfa. Slær hún þar með í sama streng og Neytendasamtökin, sem bentu á hið sama í gær. Þá benti aðalhagfræðingur Arion banka einnig á það í gær að megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar mætti rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera. Verðbólgumælingin setti einnig þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Auður Alfa var einnig spurð að því hvað væri hægt að gera til að ná verðbólgunni niður. „Stjórnvöld þurfa auðvitað að fara að sýna að þau standi með almenningi. Bæði beita velferðarkerfinu til þess að lina höggið af verðbólgunni og lækka skatta. Þetta eru hvoru tveggja aðgerðir sem löndin í kringum okkur hafa verið að ráðast í. Svo þurfa þau að láta af óréttlátri skattheimtu og beina spjótum sínum frekar að þeim sem hafa breiðu bökin í samfélaginu. Svo auðvitað sjáum við það svigrúm fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja á þessum fákeppnismarkaði, eins og eldsneytis og matvörumarkaði, að það er töluvert, til þess að lækka verð. Við auðvitað köllum eftir því að fyrirtæki sjái sóma sinn í að gera það,“ sagði hún. Hún reiknar þó með því að verðbólgan fari hjaðnandi næstu misseri. „Við viljum nú meina það að verðbólgan fari að hjaðna og hækkanir á nauðsynjavöru hafi toppað núna. Þá förum við eflaust að sjá húsnæðisliðinn detta meira inn, þannig að lækkun á húsnæðisliðnum fari að hafa meiri áhrif á lækkun á verðbólgunni.“ Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Verslun Seðlabankinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var hún beðin um að leggja mat á nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í gær. Þær leiddu í ljós að verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 9,9 prósent. „Við erum auðvitað að sjá það að helmingur af þessum hækkunum á vísitölu neysluverðs núna á milli mánaða er til kominn vegna skattahækkana og hækkunum á opinberum gjöldum. Þannig að það má eiginlega segja að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna. Við erum auðvitað líka að sjá hækkanir á nauðsynjavöru, eins og matvöru og eins eldsneyti. Svo eru ýmis gjöld tengd bílum að hækka mjög mikið,“ sagði Auður Alfa. Slær hún þar með í sama streng og Neytendasamtökin, sem bentu á hið sama í gær. Þá benti aðalhagfræðingur Arion banka einnig á það í gær að megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar mætti rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera. Verðbólgumælingin setti einnig þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Auður Alfa var einnig spurð að því hvað væri hægt að gera til að ná verðbólgunni niður. „Stjórnvöld þurfa auðvitað að fara að sýna að þau standi með almenningi. Bæði beita velferðarkerfinu til þess að lina höggið af verðbólgunni og lækka skatta. Þetta eru hvoru tveggja aðgerðir sem löndin í kringum okkur hafa verið að ráðast í. Svo þurfa þau að láta af óréttlátri skattheimtu og beina spjótum sínum frekar að þeim sem hafa breiðu bökin í samfélaginu. Svo auðvitað sjáum við það svigrúm fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja á þessum fákeppnismarkaði, eins og eldsneytis og matvörumarkaði, að það er töluvert, til þess að lækka verð. Við auðvitað köllum eftir því að fyrirtæki sjái sóma sinn í að gera það,“ sagði hún. Hún reiknar þó með því að verðbólgan fari hjaðnandi næstu misseri. „Við viljum nú meina það að verðbólgan fari að hjaðna og hækkanir á nauðsynjavöru hafi toppað núna. Þá förum við eflaust að sjá húsnæðisliðinn detta meira inn, þannig að lækkun á húsnæðisliðnum fari að hafa meiri áhrif á lækkun á verðbólgunni.“
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Verslun Seðlabankinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sjá meira
Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08
Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58