Stjörnu-Sævar til KPMG Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 14:12 Frá vinstri: Sævar Helgi Bragason, Þorsteinn Guðbrandsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Guido Picus. Fyrirtækið KPMG hefur ráðið til sín fjóra sérfræðinga, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Guido Picus, Sævar Helga Bragason og Þorstein Guðbrandsson. Sérhæfa þau sig á fjölbreyttum sviðum og koma frá ólíkum geirum atvinnulífsins. Bryndís mun sérhæfa sig í þjónustu við ríki og sveitarfélög. Hún starfaði áður sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra og Útlendingastofnun. Hún var forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar árin 2010-2014 og hefur setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða fyrir bæði sveitarfélög og ríki. Bryndís er með BA og ML próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guido mun sérhæfa sig í því að aðstoða fyrirtæki og opinbera aðila við úttekt, skipulagningu og innleiðingu á starfrænum umbreytingum. Guido hefur yfir 20 ára reynslu frá London, Munchen og Quito og hefur áður starfað hjá Amazon, Deloitte og Futura Innovation Lab. Hann lærði greiningu og hönnun kerfa í University of South Carolina og er með MBA gráðu frá University of Edinburg. Sævar Helgi mun sérhæfa sig í sjálfbærni og umhverfismálum. Hann er jarðfræðingur að mennt, kennari, dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi auk þess að vera rithöfundur. Hann starfaði áður í teymi loftslags og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, auk þess að starfa sjálfstætt við ýmis verkefni sem tengjast vísindamiðlun. Þorsteinn mun sérhæfa sig á sviði fjármála- og rekstrarráðgjafar. Hann er viðskiptafræðingur með yfir 20 ára reynslu af kaupum og sölu fyrirtækja og hefur leitt tugi viðskipta með fyrirtæki, bæði hér á landi og erlendis. Auk fyrirtækjaviðskipta hefur Þorsteinn víðtæka reynslu að fyrirtækjarekstri og starfaði um árabil í upplýsingatækni, áður en hann fór til starfa á fyrirtækjasviði Straums-Burðaráss, fjárfestingabanka. Undanfarin 14 ár hefur Þorsteinn búið í Austin, Texas þar sem hann hefur starfað sjálfstætt við fjármála-, fjárfestinga- og rekstrarráðgjöf. Vistaskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Bryndís mun sérhæfa sig í þjónustu við ríki og sveitarfélög. Hún starfaði áður sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra og Útlendingastofnun. Hún var forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar árin 2010-2014 og hefur setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða fyrir bæði sveitarfélög og ríki. Bryndís er með BA og ML próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guido mun sérhæfa sig í því að aðstoða fyrirtæki og opinbera aðila við úttekt, skipulagningu og innleiðingu á starfrænum umbreytingum. Guido hefur yfir 20 ára reynslu frá London, Munchen og Quito og hefur áður starfað hjá Amazon, Deloitte og Futura Innovation Lab. Hann lærði greiningu og hönnun kerfa í University of South Carolina og er með MBA gráðu frá University of Edinburg. Sævar Helgi mun sérhæfa sig í sjálfbærni og umhverfismálum. Hann er jarðfræðingur að mennt, kennari, dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi auk þess að vera rithöfundur. Hann starfaði áður í teymi loftslags og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, auk þess að starfa sjálfstætt við ýmis verkefni sem tengjast vísindamiðlun. Þorsteinn mun sérhæfa sig á sviði fjármála- og rekstrarráðgjafar. Hann er viðskiptafræðingur með yfir 20 ára reynslu af kaupum og sölu fyrirtækja og hefur leitt tugi viðskipta með fyrirtæki, bæði hér á landi og erlendis. Auk fyrirtækjaviðskipta hefur Þorsteinn víðtæka reynslu að fyrirtækjarekstri og starfaði um árabil í upplýsingatækni, áður en hann fór til starfa á fyrirtækjasviði Straums-Burðaráss, fjárfestingabanka. Undanfarin 14 ár hefur Þorsteinn búið í Austin, Texas þar sem hann hefur starfað sjálfstætt við fjármála-, fjárfestinga- og rekstrarráðgjöf.
Vistaskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun