Við erum öll Efling Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 18:01 Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. Efling háir sína baráttu fyrir allt launafólk í landinu, alla sem á vinnumarkaði eru, en það er rétturinn til samningagerða, verkfallsrétturinn og rétturinn til veita stéttarfélagi umboð til að vinna að bættum kjörum. Ef við spyrnum ekki við fótum verður réttur allra annara stétta á vinnumarkaði smám saman að engu. Þetta kemur okkur öllum alveg stórkostlega mikið við. Ef við látum þetta yfir okkur og aðra ganga erum við ekki hæf til að búa í samfélagi með öðrum. Þá erum við engu betri en það fólk sem græðir með áfergju á því að launapína aðra og þá er okkur sama þótt við þiggjum og framseljum þjónustu af fólki sem á ekki í sig og á. Og hvernig manneskjur erum við þá? Hvar eru nú konur með konum? Ég furða mig á því að þegar fátækt fólk innan Eflingar sem starfar við hreingerningar, sem mestan part eru konur, fær þann mótbyr sem raun ber vitni í kjarabaráttu sinni, hafi ekki öll og sér í lagi konur með sín nú sjálfsögðu réttindi, slegið skjaldborg um eina lægst launuðu stétt landsins. Fólk sem stundar erfiða ræstingavinnu. Ég vil minna kynsystur mínar sem kjósa að þegja eða halda að kjarabarátta komi þeim ekkert við á, að píkan nýtur nú loksins meiri verndar, skilnings og opinbers stuðnings en sjálft frelsið til að standa vörð um hagsmuni fólks á vinnumarkaði, svo ef gætum við litið af henni blessaðri um stundarkorn og opnað allavega annað augað um aðalatriði! Formæður okkar fóru ekki í frí, þótt það héti Kvennafrí árið 1975, þegar konur fylltu strætin. Þær unnu þvert á móti markvist að markmiðum sínum með það að leiðarljósi að samfélag er aðeins hægt að kalla samfélag ef láglaunafólk getur framfleitt sér. Og Eflingarfólk sem boðar nú verkfall hjá Íslandshótelum og víðar getur það ekki! Það lifir ekki af laununum sínum þrátt fyrir að stunda erfiðisvinnu. Ef við mótmælum ekki aðgerðum Samtaka Atvinnulífsins, Ríkissáttasemjara, í blússandi rúmbu við Ríkisstjórn Íslands, þá erum við að segja að okkur sé alveg sama þótt farið sé illa með annað fólk og ekki bara það, við erum að afhjúpa grunnhyggni okkar þegar við köstum áratuga verkalýðsbaráttu og fengnum réttindum fyrir róða. Og það er það sem er að gerast, við ERUM með þögn og aðgerðarleysi að selja undan okkur áratugalanga baráttu formæðra okkar til verndar hagsmunum alls fólks á vinnumarkaði. Allar aðrar stéttir munu til framtíðar tapa ef Efling tapar! Ég vil því skora á Félag Kvenna í Atvinnulífinu, FAK, sem verma flott hásæti og vinna geggjað skapandi og hálaunuð störf að láta í sér heyra fátæku ræstingafólki til verndar. Ykkur munar ekkert um það! Verið nú dálítið STÓRAR og rausnarlegar stelpur! Þið hafið ekki skúrað heima hjá ykkur svo árum skiptir! Skál! Kvenréttindafélag Íslands, vil ég biðja að leggja til hliðar, sín örugglega verðug verkefni, eitt andartak og veita Sólveigu Önnu og fólki hennar í kjaradeilu stuðning án tafar ellegar hætta að nudda sér utan í nafn langömmu minnar, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, í eitt skipti fyrir öll! Sú gamla vill örugglega frekar hverfa í gleymsku og ryk en vera notuð sem barmnæla og efriskápatrappa í félagi kvenna sem óhreinka sig ekki á því að verja sínar bágstöddu systur og bræður. Svei, bara! Er Katrín að afhjúpa óhæfi og valdaleysi sitt? Það er eftirspurn og löngu tímabært að forsætisráðherra tjái hug sinn, ekki annara, um áðurnefndar staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Hæfi ráðherra er í húfi og lítið skjól er í lögfræðingavaðlinum sem hún felur sig nú á bak við eða persónu Sólveigar Önnu að gera. Þetta á reyndar við um umræðuna alla í kjarabaráttunni. Álit þvælumeistara, tilfinningasemi og persónulegar skoðanir valda bara ringulreið. Höldum okkur við óásættanlegar staðreyndir. Það er það eina sem skiptir hér máli. Hvernig ætlar, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að takast á við þá staðreynd að laun verkafólks í landinu duga ekki til framfærslu og réttur þess til varna er nú fótum troðin. Ef hún er ekki fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir eða tjá sig sjálfstætt út frá augljósum staðreyndum málsins hljóta margir að draga hæfi hennar í efa. Þetta er líka spurning fyrir okkur sjálf? Finnast okkur kjör verkafólks ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks. Einfaldara gerist það ekki. Að þegja er óafturkræft sjálfsmark Raddleysingjar dagsins í dag af öllum kynjum minna skuggalega á fínukonurnar 1975 sem vildu ekki undir nokkrum kringumstæðum kalla það verkfall þegar konur tóku frí. Raddleysingjar sem aldrei lyfta litla fingri fyrir fátækt fólk í verkalýðsfélögum og flýtur heldur í uppurðarleysi, meðvirkni og brátt réttlaust að feigðarósi. Hvað er að því að bregðast við með hörku þegar harkalegum aðgerðum er beitt gegn fólki á vinnumarkaði? Það er bókstaflega ekkert að óttast. Ef við hinsvegar þegjum og klöppum með því valdinu verðum við flest öll réttlausir öreigar fyrr en okkur grunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. Efling háir sína baráttu fyrir allt launafólk í landinu, alla sem á vinnumarkaði eru, en það er rétturinn til samningagerða, verkfallsrétturinn og rétturinn til veita stéttarfélagi umboð til að vinna að bættum kjörum. Ef við spyrnum ekki við fótum verður réttur allra annara stétta á vinnumarkaði smám saman að engu. Þetta kemur okkur öllum alveg stórkostlega mikið við. Ef við látum þetta yfir okkur og aðra ganga erum við ekki hæf til að búa í samfélagi með öðrum. Þá erum við engu betri en það fólk sem græðir með áfergju á því að launapína aðra og þá er okkur sama þótt við þiggjum og framseljum þjónustu af fólki sem á ekki í sig og á. Og hvernig manneskjur erum við þá? Hvar eru nú konur með konum? Ég furða mig á því að þegar fátækt fólk innan Eflingar sem starfar við hreingerningar, sem mestan part eru konur, fær þann mótbyr sem raun ber vitni í kjarabaráttu sinni, hafi ekki öll og sér í lagi konur með sín nú sjálfsögðu réttindi, slegið skjaldborg um eina lægst launuðu stétt landsins. Fólk sem stundar erfiða ræstingavinnu. Ég vil minna kynsystur mínar sem kjósa að þegja eða halda að kjarabarátta komi þeim ekkert við á, að píkan nýtur nú loksins meiri verndar, skilnings og opinbers stuðnings en sjálft frelsið til að standa vörð um hagsmuni fólks á vinnumarkaði, svo ef gætum við litið af henni blessaðri um stundarkorn og opnað allavega annað augað um aðalatriði! Formæður okkar fóru ekki í frí, þótt það héti Kvennafrí árið 1975, þegar konur fylltu strætin. Þær unnu þvert á móti markvist að markmiðum sínum með það að leiðarljósi að samfélag er aðeins hægt að kalla samfélag ef láglaunafólk getur framfleitt sér. Og Eflingarfólk sem boðar nú verkfall hjá Íslandshótelum og víðar getur það ekki! Það lifir ekki af laununum sínum þrátt fyrir að stunda erfiðisvinnu. Ef við mótmælum ekki aðgerðum Samtaka Atvinnulífsins, Ríkissáttasemjara, í blússandi rúmbu við Ríkisstjórn Íslands, þá erum við að segja að okkur sé alveg sama þótt farið sé illa með annað fólk og ekki bara það, við erum að afhjúpa grunnhyggni okkar þegar við köstum áratuga verkalýðsbaráttu og fengnum réttindum fyrir róða. Og það er það sem er að gerast, við ERUM með þögn og aðgerðarleysi að selja undan okkur áratugalanga baráttu formæðra okkar til verndar hagsmunum alls fólks á vinnumarkaði. Allar aðrar stéttir munu til framtíðar tapa ef Efling tapar! Ég vil því skora á Félag Kvenna í Atvinnulífinu, FAK, sem verma flott hásæti og vinna geggjað skapandi og hálaunuð störf að láta í sér heyra fátæku ræstingafólki til verndar. Ykkur munar ekkert um það! Verið nú dálítið STÓRAR og rausnarlegar stelpur! Þið hafið ekki skúrað heima hjá ykkur svo árum skiptir! Skál! Kvenréttindafélag Íslands, vil ég biðja að leggja til hliðar, sín örugglega verðug verkefni, eitt andartak og veita Sólveigu Önnu og fólki hennar í kjaradeilu stuðning án tafar ellegar hætta að nudda sér utan í nafn langömmu minnar, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, í eitt skipti fyrir öll! Sú gamla vill örugglega frekar hverfa í gleymsku og ryk en vera notuð sem barmnæla og efriskápatrappa í félagi kvenna sem óhreinka sig ekki á því að verja sínar bágstöddu systur og bræður. Svei, bara! Er Katrín að afhjúpa óhæfi og valdaleysi sitt? Það er eftirspurn og löngu tímabært að forsætisráðherra tjái hug sinn, ekki annara, um áðurnefndar staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Hæfi ráðherra er í húfi og lítið skjól er í lögfræðingavaðlinum sem hún felur sig nú á bak við eða persónu Sólveigar Önnu að gera. Þetta á reyndar við um umræðuna alla í kjarabaráttunni. Álit þvælumeistara, tilfinningasemi og persónulegar skoðanir valda bara ringulreið. Höldum okkur við óásættanlegar staðreyndir. Það er það eina sem skiptir hér máli. Hvernig ætlar, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að takast á við þá staðreynd að laun verkafólks í landinu duga ekki til framfærslu og réttur þess til varna er nú fótum troðin. Ef hún er ekki fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir eða tjá sig sjálfstætt út frá augljósum staðreyndum málsins hljóta margir að draga hæfi hennar í efa. Þetta er líka spurning fyrir okkur sjálf? Finnast okkur kjör verkafólks ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks. Einfaldara gerist það ekki. Að þegja er óafturkræft sjálfsmark Raddleysingjar dagsins í dag af öllum kynjum minna skuggalega á fínukonurnar 1975 sem vildu ekki undir nokkrum kringumstæðum kalla það verkfall þegar konur tóku frí. Raddleysingjar sem aldrei lyfta litla fingri fyrir fátækt fólk í verkalýðsfélögum og flýtur heldur í uppurðarleysi, meðvirkni og brátt réttlaust að feigðarósi. Hvað er að því að bregðast við með hörku þegar harkalegum aðgerðum er beitt gegn fólki á vinnumarkaði? Það er bókstaflega ekkert að óttast. Ef við hinsvegar þegjum og klöppum með því valdinu verðum við flest öll réttlausir öreigar fyrr en okkur grunar.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun