Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Flugvöllurinn er í um 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni en þaðan liggja allar leiðir um landið. Það er auðvitað hverjum frjálst að taka rútur ferðaþjónustufyrirtækjanna, leigubíla eða greiða fyrir eigin bíl í langtímastæði. Samt er það grundvallarmál að í boði séu almenningssamgöngur sem virka til og frá mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins og höfuðborgarinnar. Það er jafnræðismál ekki síður en öryggisatriði. Það geta ekki allar fjölskyldur séð af bílnum meðan einn fer til útlanda, það eiga ekki allir bíla og það treysta sér ekki allir til að keyra til Keflavíkur um miðja vetur. Merki um þróað nútímasamfélag Gestir frá nágrannalöndum eru sömuleiðis vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum alþenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Hér á einfaldlega að vera hægt að komast út á flugvöll á öruggan, sjálfbæran, hagkvæman og greiðan hátt. Spurningar mínar til ráðherra lúta að ýmsum þáttum sem koma þessu við. Ég held við eigum að velta þeim upp, skoða hvað kemur í veg fyrir að þetta kerfi virki, og laga þetta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Keflavíkurflugvöllur Strætó Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Flugvöllurinn er í um 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni en þaðan liggja allar leiðir um landið. Það er auðvitað hverjum frjálst að taka rútur ferðaþjónustufyrirtækjanna, leigubíla eða greiða fyrir eigin bíl í langtímastæði. Samt er það grundvallarmál að í boði séu almenningssamgöngur sem virka til og frá mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins og höfuðborgarinnar. Það er jafnræðismál ekki síður en öryggisatriði. Það geta ekki allar fjölskyldur séð af bílnum meðan einn fer til útlanda, það eiga ekki allir bíla og það treysta sér ekki allir til að keyra til Keflavíkur um miðja vetur. Merki um þróað nútímasamfélag Gestir frá nágrannalöndum eru sömuleiðis vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum alþenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Hér á einfaldlega að vera hægt að komast út á flugvöll á öruggan, sjálfbæran, hagkvæman og greiðan hátt. Spurningar mínar til ráðherra lúta að ýmsum þáttum sem koma þessu við. Ég held við eigum að velta þeim upp, skoða hvað kemur í veg fyrir að þetta kerfi virki, og laga þetta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar