Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 13:08 Minjastofnun mun heyra undir nýja og stærri stofnun; Náttúruverndar-og minjastofnun. Sviðsstjóra hjá Minjastofnun finnst að stofnunin eigi að heyra undir menningarmálaráðuneytið. Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála. Umhverfisráðherra tilkynnti á dögunum um að ráðist verði í umfangsmikla sameiningu ríkisstofnana en tíu stofnanir sem nú heyra undir ráðuneytið verða að þremur. Minjastofnun er á meðal þeirra stofnana sem breytingin snertir. Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, óttast þessa vegferð stjórnvalda. „Það hefur ekki verið hlustað mikið á okkar sjónarmið. Við höfum verið að leggja áherslu á faglega sérstöðu þessarar greinar sem er allt annars eðlis en aðrar stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið. Það má ekki gleyma því að húsvernd og minjavarsla í landinu er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Byggingalist og menningararfur heyrir undir menningarmálaráðuneytið og því er í rauninni óskiljanlegt að við skulum vera sett í skúffu með stofnunum sem eru að sinna faglega séð og vísindalega séð allt annars konar verkefnum.“ Pétur segir að ekki hafi verið tekið mið af ábendingum þeirra við undirbúningsvinnu sameiningar. „Það er mikil óvissa í kringum þetta mál allt saman en það er mikið í húfi ef þetta fer á versta veg og þá er ég nú til dæmis að vísa í umræðu síðustu daga um hvernig fór fyrir vottun og gæðaeftirliti í íslenskum byggingaiðnaði þar sem sú stofnun sem annaðist rannsóknir og eftirlit á þeim vettvangi var lögð niður og afleiðingar af því blasa við,“ segir Pétur og bætir við. „Það er búið að vera að vinna að húsverndarmálum í nærri hálfa öld og ná gríðarlegum árangri. Sá málaflokkur hefur hingað til haft ákveðið sjálfstæði og ákveðið vægi í íslenskri menningu. Við óttumst að þetta svið verði bara eitthvað undirsvið í miklu stærri stofnun þar sem öll athygli verður á allt önnur mál. Þá er ég ansi hræddur um að það verði illa komið fyrir húsvernd í landinu og sama á í rauninni við um aðra þætti sem minjastofnun starfar að; það er að segja fornminjarnar.“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti sameiningaráform á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag.Vísir/ArnarHalldórs Pétur segir að starfsfólk Minjastofnunar hafi efasemdir og spurningar sem verði að svara. „Menningarverðmæti þjóðarinnar eru í húfi og við verðum að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvað þau eru að hugsa með þessari vegferð. Það er gott og gilt að sameina stofnanir og hagræða hjá ríkinu – það er enginn hér sem hefur neitt á móti því – en það verður líka að virða faglegt sjálfstæði ólíkra greina og það er líka mikilvægt að stjórnsýsla menningararfsins hafi nægilega mikið sjálfstæði til að geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á því sviði en ef við erum sameinuð og með yfirmann stofnunar úr einhverri allt annarri átt þá náttúrulega missum við það vægi,“ segir Pétur. Fornminjar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Menning Tengdar fréttir Veðurstofustjóri í skýjunum Tíu stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið verða að þremur í umfangsmikilli sameiningu sem umhverfisráðherra boðar. Löngu tímabært að fækka stofnunum segir forstjóri Veðurstofunnar. 1. febrúar 2023 21:45 Tíu stofnanir verða að þremur Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 1. febrúar 2023 10:51 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Umhverfisráðherra tilkynnti á dögunum um að ráðist verði í umfangsmikla sameiningu ríkisstofnana en tíu stofnanir sem nú heyra undir ráðuneytið verða að þremur. Minjastofnun er á meðal þeirra stofnana sem breytingin snertir. Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, óttast þessa vegferð stjórnvalda. „Það hefur ekki verið hlustað mikið á okkar sjónarmið. Við höfum verið að leggja áherslu á faglega sérstöðu þessarar greinar sem er allt annars eðlis en aðrar stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið. Það má ekki gleyma því að húsvernd og minjavarsla í landinu er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Byggingalist og menningararfur heyrir undir menningarmálaráðuneytið og því er í rauninni óskiljanlegt að við skulum vera sett í skúffu með stofnunum sem eru að sinna faglega séð og vísindalega séð allt annars konar verkefnum.“ Pétur segir að ekki hafi verið tekið mið af ábendingum þeirra við undirbúningsvinnu sameiningar. „Það er mikil óvissa í kringum þetta mál allt saman en það er mikið í húfi ef þetta fer á versta veg og þá er ég nú til dæmis að vísa í umræðu síðustu daga um hvernig fór fyrir vottun og gæðaeftirliti í íslenskum byggingaiðnaði þar sem sú stofnun sem annaðist rannsóknir og eftirlit á þeim vettvangi var lögð niður og afleiðingar af því blasa við,“ segir Pétur og bætir við. „Það er búið að vera að vinna að húsverndarmálum í nærri hálfa öld og ná gríðarlegum árangri. Sá málaflokkur hefur hingað til haft ákveðið sjálfstæði og ákveðið vægi í íslenskri menningu. Við óttumst að þetta svið verði bara eitthvað undirsvið í miklu stærri stofnun þar sem öll athygli verður á allt önnur mál. Þá er ég ansi hræddur um að það verði illa komið fyrir húsvernd í landinu og sama á í rauninni við um aðra þætti sem minjastofnun starfar að; það er að segja fornminjarnar.“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti sameiningaráform á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag.Vísir/ArnarHalldórs Pétur segir að starfsfólk Minjastofnunar hafi efasemdir og spurningar sem verði að svara. „Menningarverðmæti þjóðarinnar eru í húfi og við verðum að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvað þau eru að hugsa með þessari vegferð. Það er gott og gilt að sameina stofnanir og hagræða hjá ríkinu – það er enginn hér sem hefur neitt á móti því – en það verður líka að virða faglegt sjálfstæði ólíkra greina og það er líka mikilvægt að stjórnsýsla menningararfsins hafi nægilega mikið sjálfstæði til að geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á því sviði en ef við erum sameinuð og með yfirmann stofnunar úr einhverri allt annarri átt þá náttúrulega missum við það vægi,“ segir Pétur.
Fornminjar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Menning Tengdar fréttir Veðurstofustjóri í skýjunum Tíu stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið verða að þremur í umfangsmikilli sameiningu sem umhverfisráðherra boðar. Löngu tímabært að fækka stofnunum segir forstjóri Veðurstofunnar. 1. febrúar 2023 21:45 Tíu stofnanir verða að þremur Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 1. febrúar 2023 10:51 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Veðurstofustjóri í skýjunum Tíu stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið verða að þremur í umfangsmikilli sameiningu sem umhverfisráðherra boðar. Löngu tímabært að fækka stofnunum segir forstjóri Veðurstofunnar. 1. febrúar 2023 21:45
Tíu stofnanir verða að þremur Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 1. febrúar 2023 10:51