Áhrif óveðurs í desember á Icelandair metin á milljarð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 21:55 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Áhrif slæms veðurs í desember síðastliðnum eru talin hafa haft áhrif á rekstur Icelandair upp á um einn milljarð króna. Þar vegur lokun Reykjanesbrautarinnar þungt. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri flugfélagsins. Í desember síðastliðnum gerði óveður víða um land, meðal annars á Reykjanesskaga, með tilheyrandi áhrifum á flugsamgöngur til og frá landinu. Bogi gerir veðrið að sérstöku umtalsefni sínu í tilkynningunni. „Eru áhrifin af þessum röskunum metin á um einn milljarð króna sem að langmestu leyti má rekja til lokunar Reykjanesbrautarinnar á meðan Keflavíkurflugvöllur var opinn. Það er því ánægjulegt og mikilvægt að innviðaráðherra hafi sett af stað vinnu til að tryggja að slíkt ástand muni ekki skapast aftur við sambærilegar veðuraðstæður.“ Nálægt 2019 Í uppgjörinu kemur fram að rekstrarafkoma félagsins án fjármagnsliða og skattgreiðslna (EBIT) hafi verið 2,6 milljarðar króna, og hafi batnað um 20,9 milljarða króna. Þar kemur einnig fram að flugframboð fjórða ársfjórðungs hafi verið 95 prósent af því sem var á sama tímabili árið 2019. Afkoma félagsins á tímabilinu er þá sögð sú besta á fjórða ársfjórðungi síðan árið 2015. Efnahagsreikningur félagsins er sagður sterkur í uppgjörinu og lausafjárstaða upp á 45,4 milljarða króna, auk þess sem metsala hafi verið í janúar 2023 og horfur góðar á öllum mörkuðum. Viðsnúningur Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra að árið 2022 hafi markað viðsnúning í rekstri Icelandair. „Sterk tekjumyndum með met farþegatekjum á seinni hluta ársins og stórbætt EBIT hlutfall sýnir að viðskiptalíkan félagsins hefur enn og aftur sannað gildi sitt. Við höfum náð vopnum okkar og höldum ótrauð áfram, sterkari en nokkru sinni fyrr, með stærstu flugáætlun í sögu félagsins á þessu ári þegar kemur að tíðni og fjölda áfangastaða. Stefna okkar og aðgerðir á meðan á faraldrinum stóð gerðu það að verkum að við vorum tilbúin að bregðast við og auka flugframboð hratt til að mæta mikilli eftirspurn. Við tvöfölduðum flugáætlun félagsins á milli ára, fjölguðum áfangastöðum í 51 og fluttum 3,7 milljónir farþega á árinu,“ er haft eftir Boga. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. 21. desember 2022 15:01 Mikilvægt að farþegar leiti réttar síns Raskanirnar á flugferðum í vikunni höfðu áhrif á tugi þúsunda farþega og er enn verið að vinna í því að koma hlutunum í eðlilegt horf. Samgöngustofa og Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna bóta. Farþegar eigi alltaf rétt á ákveðinni þjónustu og jafnvel skaðabótum, þó það sé meira álitsefni. 22. desember 2022 15:08 Reyndu allt til að halda veginum opnum við fordæmalausar aðstæður Vegamálastjóri telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar þegar óveðrið gekk yfir í vikunni en mögulega hefði verið hægt að opna fyrr. Vegagerðin skoðar nú hvort og þá hvað hefði mátt fara betur en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður. 22. desember 2022 21:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Í desember síðastliðnum gerði óveður víða um land, meðal annars á Reykjanesskaga, með tilheyrandi áhrifum á flugsamgöngur til og frá landinu. Bogi gerir veðrið að sérstöku umtalsefni sínu í tilkynningunni. „Eru áhrifin af þessum röskunum metin á um einn milljarð króna sem að langmestu leyti má rekja til lokunar Reykjanesbrautarinnar á meðan Keflavíkurflugvöllur var opinn. Það er því ánægjulegt og mikilvægt að innviðaráðherra hafi sett af stað vinnu til að tryggja að slíkt ástand muni ekki skapast aftur við sambærilegar veðuraðstæður.“ Nálægt 2019 Í uppgjörinu kemur fram að rekstrarafkoma félagsins án fjármagnsliða og skattgreiðslna (EBIT) hafi verið 2,6 milljarðar króna, og hafi batnað um 20,9 milljarða króna. Þar kemur einnig fram að flugframboð fjórða ársfjórðungs hafi verið 95 prósent af því sem var á sama tímabili árið 2019. Afkoma félagsins á tímabilinu er þá sögð sú besta á fjórða ársfjórðungi síðan árið 2015. Efnahagsreikningur félagsins er sagður sterkur í uppgjörinu og lausafjárstaða upp á 45,4 milljarða króna, auk þess sem metsala hafi verið í janúar 2023 og horfur góðar á öllum mörkuðum. Viðsnúningur Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra að árið 2022 hafi markað viðsnúning í rekstri Icelandair. „Sterk tekjumyndum með met farþegatekjum á seinni hluta ársins og stórbætt EBIT hlutfall sýnir að viðskiptalíkan félagsins hefur enn og aftur sannað gildi sitt. Við höfum náð vopnum okkar og höldum ótrauð áfram, sterkari en nokkru sinni fyrr, með stærstu flugáætlun í sögu félagsins á þessu ári þegar kemur að tíðni og fjölda áfangastaða. Stefna okkar og aðgerðir á meðan á faraldrinum stóð gerðu það að verkum að við vorum tilbúin að bregðast við og auka flugframboð hratt til að mæta mikilli eftirspurn. Við tvöfölduðum flugáætlun félagsins á milli ára, fjölguðum áfangastöðum í 51 og fluttum 3,7 milljónir farþega á árinu,“ er haft eftir Boga.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. 21. desember 2022 15:01 Mikilvægt að farþegar leiti réttar síns Raskanirnar á flugferðum í vikunni höfðu áhrif á tugi þúsunda farþega og er enn verið að vinna í því að koma hlutunum í eðlilegt horf. Samgöngustofa og Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna bóta. Farþegar eigi alltaf rétt á ákveðinni þjónustu og jafnvel skaðabótum, þó það sé meira álitsefni. 22. desember 2022 15:08 Reyndu allt til að halda veginum opnum við fordæmalausar aðstæður Vegamálastjóri telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar þegar óveðrið gekk yfir í vikunni en mögulega hefði verið hægt að opna fyrr. Vegagerðin skoðar nú hvort og þá hvað hefði mátt fara betur en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður. 22. desember 2022 21:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. 21. desember 2022 15:01
Mikilvægt að farþegar leiti réttar síns Raskanirnar á flugferðum í vikunni höfðu áhrif á tugi þúsunda farþega og er enn verið að vinna í því að koma hlutunum í eðlilegt horf. Samgöngustofa og Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna bóta. Farþegar eigi alltaf rétt á ákveðinni þjónustu og jafnvel skaðabótum, þó það sé meira álitsefni. 22. desember 2022 15:08
Reyndu allt til að halda veginum opnum við fordæmalausar aðstæður Vegamálastjóri telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar þegar óveðrið gekk yfir í vikunni en mögulega hefði verið hægt að opna fyrr. Vegagerðin skoðar nú hvort og þá hvað hefði mátt fara betur en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður. 22. desember 2022 21:00