Árangur fyrir heimilislausar konur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 10:01 Það er viðurkennt vandamál að heimilisleysi kvenna er mjög dulið sökum þess að talningar byggja einungis á gögnum um alla þá sem hafa einhvern tímann leitað í þjónustu borgarinnar vegna heimilisleysis, fyrir vikið er alltaf sá fyrirvari settur í öllum úttektum að líklegast sé umfangið vanáætlað. Þessi vanáætlun gerði vel vart við sig þegar ríki og borg tóku höndum saman í Covid og opnuðu tímabundið neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Skipholti. Ásóknin var mikil en árangurinn líka, því úrræðið líktist miklu frekar fyrirkomulagi stúdentaíbúða en neyðarskýla og reyndist valdeflandi. Konurnar fengu sér herbergi með sér baðherbergi, opið var allan sólarhringinn og matur í boði sem er langtum meiri stuðningur en konurnar höfðu áður kynnst. Líkt og í Konukoti var unnið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og ekki sú krafa gerð að konurnar þyrftu að vera vímuefnalausar. Þetta litla einka afdrep þeirra og utanumhaldið leiddi þó til þess að þær höfðu meira rými til að hvílast og þannig leggja grunninn að bata. Eftir lokun athvarfsins héldu allar konurnar áfram í önnur framhaldsúrræði, ekki ein einasta snéri aftur á götuna, sem er áður óþekktur árangur. Neyðarathvarf verður að áfangaheimili Í nóvember 2021 sem ég lagði fyrst fram tillögu fyrir hönd okkar Sjálfstæðismanna um nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í anda þess sem var í Skipholtinu í Covid. Eftir snúninga í borgarstjórn og Velferðarráði var tillagan send til skoðunar í stýrihóp um heimilisleysi sem formaður Velferðarráðs, Heiða Björg, leiddi sjálf. Tillagan hlaut þar framgang undir formerkjum nýs áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda, en það er þáttur í stefnubreytingu í málaflokknum í átt að meiri þrepaskiptingu þjónustunnar sem hefur gefið góða raun erlendis. Svo núna síðasta miðvikudag þann 1. febrúar 2023 var tillagan loks samþykkt í Velferðarráði. Nú er bara að fylgja tillögunni úr samþykkt yfir í framkvæmd. Við Sjálfstæðismenn erum virkilega hreykin af þessum árangri. Tillagan var svar við ákalli um að láta þessa þjónustu borgarinnar virka betur fyrir notendur hennar, og var forsenda ákvörðunar um að flýta endurskoðun á þjónustu borgarinnar í málefnum heimilislausra. Ný stefna var mörkuð þar sem lengra er gengið í að mæta fólki á þeirra forsendum. Öflugur stuðningur fólks víðsvegar að og þvert á flokka gaf tillögunni byr undir báða vængi. Fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna vil ég því þakka öllum sem lögðu málinu lið, kollegum mínum í Velferðarráði fyrir að veita góðri tillögu framgang og nýta hana vel, og seinast ekki síst öllum þeim sem starfa í málaflokknum og greiddu fyrir tillögunni með sínu góðu starfi og umbótavilja. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Málefni heimilislausra Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er viðurkennt vandamál að heimilisleysi kvenna er mjög dulið sökum þess að talningar byggja einungis á gögnum um alla þá sem hafa einhvern tímann leitað í þjónustu borgarinnar vegna heimilisleysis, fyrir vikið er alltaf sá fyrirvari settur í öllum úttektum að líklegast sé umfangið vanáætlað. Þessi vanáætlun gerði vel vart við sig þegar ríki og borg tóku höndum saman í Covid og opnuðu tímabundið neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Skipholti. Ásóknin var mikil en árangurinn líka, því úrræðið líktist miklu frekar fyrirkomulagi stúdentaíbúða en neyðarskýla og reyndist valdeflandi. Konurnar fengu sér herbergi með sér baðherbergi, opið var allan sólarhringinn og matur í boði sem er langtum meiri stuðningur en konurnar höfðu áður kynnst. Líkt og í Konukoti var unnið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og ekki sú krafa gerð að konurnar þyrftu að vera vímuefnalausar. Þetta litla einka afdrep þeirra og utanumhaldið leiddi þó til þess að þær höfðu meira rými til að hvílast og þannig leggja grunninn að bata. Eftir lokun athvarfsins héldu allar konurnar áfram í önnur framhaldsúrræði, ekki ein einasta snéri aftur á götuna, sem er áður óþekktur árangur. Neyðarathvarf verður að áfangaheimili Í nóvember 2021 sem ég lagði fyrst fram tillögu fyrir hönd okkar Sjálfstæðismanna um nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í anda þess sem var í Skipholtinu í Covid. Eftir snúninga í borgarstjórn og Velferðarráði var tillagan send til skoðunar í stýrihóp um heimilisleysi sem formaður Velferðarráðs, Heiða Björg, leiddi sjálf. Tillagan hlaut þar framgang undir formerkjum nýs áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda, en það er þáttur í stefnubreytingu í málaflokknum í átt að meiri þrepaskiptingu þjónustunnar sem hefur gefið góða raun erlendis. Svo núna síðasta miðvikudag þann 1. febrúar 2023 var tillagan loks samþykkt í Velferðarráði. Nú er bara að fylgja tillögunni úr samþykkt yfir í framkvæmd. Við Sjálfstæðismenn erum virkilega hreykin af þessum árangri. Tillagan var svar við ákalli um að láta þessa þjónustu borgarinnar virka betur fyrir notendur hennar, og var forsenda ákvörðunar um að flýta endurskoðun á þjónustu borgarinnar í málefnum heimilislausra. Ný stefna var mörkuð þar sem lengra er gengið í að mæta fólki á þeirra forsendum. Öflugur stuðningur fólks víðsvegar að og þvert á flokka gaf tillögunni byr undir báða vængi. Fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna vil ég því þakka öllum sem lögðu málinu lið, kollegum mínum í Velferðarráði fyrir að veita góðri tillögu framgang og nýta hana vel, og seinast ekki síst öllum þeim sem starfa í málaflokknum og greiddu fyrir tillögunni með sínu góðu starfi og umbótavilja. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun