Árangur fyrir heimilislausar konur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 10:01 Það er viðurkennt vandamál að heimilisleysi kvenna er mjög dulið sökum þess að talningar byggja einungis á gögnum um alla þá sem hafa einhvern tímann leitað í þjónustu borgarinnar vegna heimilisleysis, fyrir vikið er alltaf sá fyrirvari settur í öllum úttektum að líklegast sé umfangið vanáætlað. Þessi vanáætlun gerði vel vart við sig þegar ríki og borg tóku höndum saman í Covid og opnuðu tímabundið neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Skipholti. Ásóknin var mikil en árangurinn líka, því úrræðið líktist miklu frekar fyrirkomulagi stúdentaíbúða en neyðarskýla og reyndist valdeflandi. Konurnar fengu sér herbergi með sér baðherbergi, opið var allan sólarhringinn og matur í boði sem er langtum meiri stuðningur en konurnar höfðu áður kynnst. Líkt og í Konukoti var unnið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og ekki sú krafa gerð að konurnar þyrftu að vera vímuefnalausar. Þetta litla einka afdrep þeirra og utanumhaldið leiddi þó til þess að þær höfðu meira rými til að hvílast og þannig leggja grunninn að bata. Eftir lokun athvarfsins héldu allar konurnar áfram í önnur framhaldsúrræði, ekki ein einasta snéri aftur á götuna, sem er áður óþekktur árangur. Neyðarathvarf verður að áfangaheimili Í nóvember 2021 sem ég lagði fyrst fram tillögu fyrir hönd okkar Sjálfstæðismanna um nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í anda þess sem var í Skipholtinu í Covid. Eftir snúninga í borgarstjórn og Velferðarráði var tillagan send til skoðunar í stýrihóp um heimilisleysi sem formaður Velferðarráðs, Heiða Björg, leiddi sjálf. Tillagan hlaut þar framgang undir formerkjum nýs áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda, en það er þáttur í stefnubreytingu í málaflokknum í átt að meiri þrepaskiptingu þjónustunnar sem hefur gefið góða raun erlendis. Svo núna síðasta miðvikudag þann 1. febrúar 2023 var tillagan loks samþykkt í Velferðarráði. Nú er bara að fylgja tillögunni úr samþykkt yfir í framkvæmd. Við Sjálfstæðismenn erum virkilega hreykin af þessum árangri. Tillagan var svar við ákalli um að láta þessa þjónustu borgarinnar virka betur fyrir notendur hennar, og var forsenda ákvörðunar um að flýta endurskoðun á þjónustu borgarinnar í málefnum heimilislausra. Ný stefna var mörkuð þar sem lengra er gengið í að mæta fólki á þeirra forsendum. Öflugur stuðningur fólks víðsvegar að og þvert á flokka gaf tillögunni byr undir báða vængi. Fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna vil ég því þakka öllum sem lögðu málinu lið, kollegum mínum í Velferðarráði fyrir að veita góðri tillögu framgang og nýta hana vel, og seinast ekki síst öllum þeim sem starfa í málaflokknum og greiddu fyrir tillögunni með sínu góðu starfi og umbótavilja. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Málefni heimilislausra Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Það er viðurkennt vandamál að heimilisleysi kvenna er mjög dulið sökum þess að talningar byggja einungis á gögnum um alla þá sem hafa einhvern tímann leitað í þjónustu borgarinnar vegna heimilisleysis, fyrir vikið er alltaf sá fyrirvari settur í öllum úttektum að líklegast sé umfangið vanáætlað. Þessi vanáætlun gerði vel vart við sig þegar ríki og borg tóku höndum saman í Covid og opnuðu tímabundið neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Skipholti. Ásóknin var mikil en árangurinn líka, því úrræðið líktist miklu frekar fyrirkomulagi stúdentaíbúða en neyðarskýla og reyndist valdeflandi. Konurnar fengu sér herbergi með sér baðherbergi, opið var allan sólarhringinn og matur í boði sem er langtum meiri stuðningur en konurnar höfðu áður kynnst. Líkt og í Konukoti var unnið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og ekki sú krafa gerð að konurnar þyrftu að vera vímuefnalausar. Þetta litla einka afdrep þeirra og utanumhaldið leiddi þó til þess að þær höfðu meira rými til að hvílast og þannig leggja grunninn að bata. Eftir lokun athvarfsins héldu allar konurnar áfram í önnur framhaldsúrræði, ekki ein einasta snéri aftur á götuna, sem er áður óþekktur árangur. Neyðarathvarf verður að áfangaheimili Í nóvember 2021 sem ég lagði fyrst fram tillögu fyrir hönd okkar Sjálfstæðismanna um nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í anda þess sem var í Skipholtinu í Covid. Eftir snúninga í borgarstjórn og Velferðarráði var tillagan send til skoðunar í stýrihóp um heimilisleysi sem formaður Velferðarráðs, Heiða Björg, leiddi sjálf. Tillagan hlaut þar framgang undir formerkjum nýs áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda, en það er þáttur í stefnubreytingu í málaflokknum í átt að meiri þrepaskiptingu þjónustunnar sem hefur gefið góða raun erlendis. Svo núna síðasta miðvikudag þann 1. febrúar 2023 var tillagan loks samþykkt í Velferðarráði. Nú er bara að fylgja tillögunni úr samþykkt yfir í framkvæmd. Við Sjálfstæðismenn erum virkilega hreykin af þessum árangri. Tillagan var svar við ákalli um að láta þessa þjónustu borgarinnar virka betur fyrir notendur hennar, og var forsenda ákvörðunar um að flýta endurskoðun á þjónustu borgarinnar í málefnum heimilislausra. Ný stefna var mörkuð þar sem lengra er gengið í að mæta fólki á þeirra forsendum. Öflugur stuðningur fólks víðsvegar að og þvert á flokka gaf tillögunni byr undir báða vængi. Fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna vil ég því þakka öllum sem lögðu málinu lið, kollegum mínum í Velferðarráði fyrir að veita góðri tillögu framgang og nýta hana vel, og seinast ekki síst öllum þeim sem starfa í málaflokknum og greiddu fyrir tillögunni með sínu góðu starfi og umbótavilja. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun