Umfjöllun og viðtal: Fram - Valur 18-25 | Valur keyrði yfir Fram í seinni hálfleik Guðmundur A. Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2023 21:26 Fram og Valur hafa spilað ófáa leiki upp á líf og dauða í gegnum árin. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur verður á meðal liða í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handknattleik eftir sjö marka sigur á Fram í 8-liða úrslitum í kvöld. Frábær varnarleikur Vals í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik. Staðan var 16-14 fyrir Val að loknum og mátti búast við spennandi seinni hálfleik en það var svo sannarlega ekki niðurstaðan. Reyndar var byrjunin á seinni hálfleiknum frekar jöfn. Bæði lið skoruðu lítið, voru að klúðra góðum færum og tapa boltanum mikið – gæðin voru ekki mjög mikil sóknarlega. Í stöðunni 17-16 fyrir Val komu tólf markalausar mínútur hjá Fram og þegar þær skoruðu næst minnkuðu þær muninn í 23-17. Þá voru tíminn of skammur til að gera leikinn spennandi. Fram skoraði sitt fjórða mark í seinni hálfleiknum þegar um tvær mínútur voru eftir. Fram tapaði boltanum alls 21 sinni í leiknum og það er erfitt að vinna hvaða handboltaleik sem er út frá því. Þú vinnur líka yfirleitt ekki ef þú skorar fimm mörk í einum hálfleik. Það er allavega mjög erfitt. Valur, sem er á toppnum í Olís-deildinni vann að lokum 25-19 og er því búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum í Laugardalshöll í mars. Þetta eru sömu lokatölur og voru í úrslitaleiknum í bikarnum í fyrra þar sem þessi lið mættust, en þá fór Valur einnig með sigur af hólmi. Af hverju vann Valur? Þær voru sterkari varnarlega og voru að gera mun færri mistök sóknarlega. Þær hefðu í raun átt að vinna þetta með stærri mun í ljósi þess hve illa Fram vera að spila lengst af. Þessar stóðu upp úr: Þórey Anna Ásgeirsdóttir gerði tíu mörk en þar af komu fjögur mörk úr hornum. Mariam Eradze og Thea Imani Sturludóttir voru ekki að skjóta vel en þær voru sterkar í vörninni. Hjá Fram skoraði Steinunn Björnsdóttir þrjú mörk í fjórum skotum og var góð í vörninni. Perla Ruth Albertsdóttir gerði þá sjö mörk og þar af þrjú af vítalínunni. Þá varði Hafdís Renötudóttir 13 bolta í markinu. Hvað gekk illa? Maður hefur oft séð Val spila betur en í kvöld og á öðrum degi hefðu þær unnið þennan leik með tíu mörkum eða meira. Sóknarleikur Fram var lengst af herfilegur. Þær voru að tapa boltanum klaufalega og skjóta mjög illa. Það er kannski ósanngjarnt að nefna einhverja sérstaka leikmenn þar sem þær voru ansi margar lélegar í kvöld. Leikmenn Fram þurfa að líta vel inn á við eftir þennan sóknarleik sem var boðið upp á. Hvað næst? Valur fer áfram í undanúrslitin en bæði lið eiga leiki framundan í deildinni. Valur fer á Selfoss á laugardaginn og Fram spilar við HK á heimavelli á föstudag. Stefán: Þú vinnur ekki Val með því að spila þannig Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir tap gegn Val í átta-liða úrslitunum í Powerade-bikar kvenna í handbolta í kvöld. „Það er svekkjandi að láta henda sér út úr bikar. Ég er ánægður með baráttuna í mínu liði en sóknarlega erum við að gera of mikið af mistökum,“ sagði Stefán svekktur eftir leik. „Við erum með 21 tapaðan bolta og þú vinnur ekki Val með því að spila þannig.“ Munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik en Fram skoraði aðeins þrjú mörk á fyrstu 28 mínútunum eða svo í seinni hálfleiknum. Það fór alveg með leikinn fyrir heimaliðið. „Í byrjun seinni hálfleik fengum við ágætis færi en vorum að klikka á þeim. Við það datt sjálfstraustið og sóknin var ekki góð. Hugarfarið var gott og ég er mjög ánægður með það. Gegn svona liði gegn Val geturðu ekki verið að kasta boltanum svona frá þér og ég held að það hafi verið lykillinn að sigri Vals.“ „Ég er með mjög góða leikmenn og við lögum þetta.“ Fram fór í bikarúrslit í fyrra og tapaði gegn Val með nákvæmlega sömu tölum og í kvöld. „Ég held að ég sé búinn að vera ellefu sinnum í undanúrslitum á síðustu 13 árum og það eru forréttindi. Framliðið er búið að vera mjög oft þarna. Þú getur ekki verið þarna alltaf. Ég óska Val til hamingju en við erum hundfúl að vera ekki þarna.“ „Við viljum koma sterk í úrslitakeppnina eftir tvo mánuði og þá gerum við betur,“ sagði Stefán að lokum. Fram Valur Powerade-bikarinn
Valur verður á meðal liða í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handknattleik eftir sjö marka sigur á Fram í 8-liða úrslitum í kvöld. Frábær varnarleikur Vals í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik. Staðan var 16-14 fyrir Val að loknum og mátti búast við spennandi seinni hálfleik en það var svo sannarlega ekki niðurstaðan. Reyndar var byrjunin á seinni hálfleiknum frekar jöfn. Bæði lið skoruðu lítið, voru að klúðra góðum færum og tapa boltanum mikið – gæðin voru ekki mjög mikil sóknarlega. Í stöðunni 17-16 fyrir Val komu tólf markalausar mínútur hjá Fram og þegar þær skoruðu næst minnkuðu þær muninn í 23-17. Þá voru tíminn of skammur til að gera leikinn spennandi. Fram skoraði sitt fjórða mark í seinni hálfleiknum þegar um tvær mínútur voru eftir. Fram tapaði boltanum alls 21 sinni í leiknum og það er erfitt að vinna hvaða handboltaleik sem er út frá því. Þú vinnur líka yfirleitt ekki ef þú skorar fimm mörk í einum hálfleik. Það er allavega mjög erfitt. Valur, sem er á toppnum í Olís-deildinni vann að lokum 25-19 og er því búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum í Laugardalshöll í mars. Þetta eru sömu lokatölur og voru í úrslitaleiknum í bikarnum í fyrra þar sem þessi lið mættust, en þá fór Valur einnig með sigur af hólmi. Af hverju vann Valur? Þær voru sterkari varnarlega og voru að gera mun færri mistök sóknarlega. Þær hefðu í raun átt að vinna þetta með stærri mun í ljósi þess hve illa Fram vera að spila lengst af. Þessar stóðu upp úr: Þórey Anna Ásgeirsdóttir gerði tíu mörk en þar af komu fjögur mörk úr hornum. Mariam Eradze og Thea Imani Sturludóttir voru ekki að skjóta vel en þær voru sterkar í vörninni. Hjá Fram skoraði Steinunn Björnsdóttir þrjú mörk í fjórum skotum og var góð í vörninni. Perla Ruth Albertsdóttir gerði þá sjö mörk og þar af þrjú af vítalínunni. Þá varði Hafdís Renötudóttir 13 bolta í markinu. Hvað gekk illa? Maður hefur oft séð Val spila betur en í kvöld og á öðrum degi hefðu þær unnið þennan leik með tíu mörkum eða meira. Sóknarleikur Fram var lengst af herfilegur. Þær voru að tapa boltanum klaufalega og skjóta mjög illa. Það er kannski ósanngjarnt að nefna einhverja sérstaka leikmenn þar sem þær voru ansi margar lélegar í kvöld. Leikmenn Fram þurfa að líta vel inn á við eftir þennan sóknarleik sem var boðið upp á. Hvað næst? Valur fer áfram í undanúrslitin en bæði lið eiga leiki framundan í deildinni. Valur fer á Selfoss á laugardaginn og Fram spilar við HK á heimavelli á föstudag. Stefán: Þú vinnur ekki Val með því að spila þannig Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir tap gegn Val í átta-liða úrslitunum í Powerade-bikar kvenna í handbolta í kvöld. „Það er svekkjandi að láta henda sér út úr bikar. Ég er ánægður með baráttuna í mínu liði en sóknarlega erum við að gera of mikið af mistökum,“ sagði Stefán svekktur eftir leik. „Við erum með 21 tapaðan bolta og þú vinnur ekki Val með því að spila þannig.“ Munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik en Fram skoraði aðeins þrjú mörk á fyrstu 28 mínútunum eða svo í seinni hálfleiknum. Það fór alveg með leikinn fyrir heimaliðið. „Í byrjun seinni hálfleik fengum við ágætis færi en vorum að klikka á þeim. Við það datt sjálfstraustið og sóknin var ekki góð. Hugarfarið var gott og ég er mjög ánægður með það. Gegn svona liði gegn Val geturðu ekki verið að kasta boltanum svona frá þér og ég held að það hafi verið lykillinn að sigri Vals.“ „Ég er með mjög góða leikmenn og við lögum þetta.“ Fram fór í bikarúrslit í fyrra og tapaði gegn Val með nákvæmlega sömu tölum og í kvöld. „Ég held að ég sé búinn að vera ellefu sinnum í undanúrslitum á síðustu 13 árum og það eru forréttindi. Framliðið er búið að vera mjög oft þarna. Þú getur ekki verið þarna alltaf. Ég óska Val til hamingju en við erum hundfúl að vera ekki þarna.“ „Við viljum koma sterk í úrslitakeppnina eftir tvo mánuði og þá gerum við betur,“ sagði Stefán að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti