Bjarni sagður ekki hafa borið sig eftir greinargerð um Lindarhvol Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2023 11:59 Þegar Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, sendi frá sér greinargerð sína um Lindarhvol var það meðal annars til Bjarna Benediktssonar þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra. Bjarni var hins vegar í sumarleyfi, honum var gert viðvart um sendinguna en bar sig ekki eftir því að skoða hvorki bréfið frá Sigurði né greinargerðina sjálfa, að sögn aðstoðarmanns hans. vísir/vilhelm Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi sendi greinargerð sína um Lindarhvol meðal annars á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni sóttist ekki eftir því að sjá greinargerðina, að sögn aðstoðarmanns hans. Meðal þess sem vakti athygli þegar Lindarhvolsmálið var til umræðu á þingi í síðustu viku voru orð Bjarna þess efnis að hann hafi ekki séð margumrædda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ sagði Bjarni. Hann bætti því þá við að það geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. „Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Vísir hefur undir höndum bréf sem fylgdi greinargerð Sigurðar þegar hann skilaði henni af sér. Það má sjá í tengdum skjölum. Bréfið er dagsett 27. júlí 2018 og er stílað á Forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Í bréfinu segir að á fundi 25. maí 2018 hafi honum verið tilkynnt sú ákvörðun ríkisendurskoðanda „að hann yfirtæki verkefnið þar sem skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda væri fallið brott. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var ákveðið að settur ríkisendurskoðandi myndi afhenda Ríkisendurskoðun verkefnið með greinargerð miðað við lok maímánaðar 2018.“ Í bréfinu kemur fram að greinargerð Sigurðar hafi verið send ríkisendurskoðanda áamt öllum vinnugögnum. Ennfremur Fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og Umboðsmanni Alþingis. Fréttablaðið spurði Hersi Aron Ólafsson, aðstoðarmann Bjarna, í ljósi þessa hvernig það mætti vera að greinargerðin hafi ekki borið fyrir augu fjármálaráðherra, hvort starfsfólk hafi ákveðið að afhenda ráðherra ekki bréf frá settum ríkisendurskoðanda sem þó var stílað á hann? Í svari Hersis segir að Bjarna hafi verið gert viðvart að loknum sumarleyfum en „skjalið hvorki verið lagt fyrir hann – né hafi ráðherra sóst eftir því, enda hafi málið verið á forræði ríkisendurskoðanda.“ Tengd skjöl Bréf_Sigurðar_til_Forseta_Alþingis_og_BjarnaPNG119KBSækja skjal Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Meðal þess sem vakti athygli þegar Lindarhvolsmálið var til umræðu á þingi í síðustu viku voru orð Bjarna þess efnis að hann hafi ekki séð margumrædda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ sagði Bjarni. Hann bætti því þá við að það geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. „Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Vísir hefur undir höndum bréf sem fylgdi greinargerð Sigurðar þegar hann skilaði henni af sér. Það má sjá í tengdum skjölum. Bréfið er dagsett 27. júlí 2018 og er stílað á Forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Í bréfinu segir að á fundi 25. maí 2018 hafi honum verið tilkynnt sú ákvörðun ríkisendurskoðanda „að hann yfirtæki verkefnið þar sem skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda væri fallið brott. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var ákveðið að settur ríkisendurskoðandi myndi afhenda Ríkisendurskoðun verkefnið með greinargerð miðað við lok maímánaðar 2018.“ Í bréfinu kemur fram að greinargerð Sigurðar hafi verið send ríkisendurskoðanda áamt öllum vinnugögnum. Ennfremur Fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og Umboðsmanni Alþingis. Fréttablaðið spurði Hersi Aron Ólafsson, aðstoðarmann Bjarna, í ljósi þessa hvernig það mætti vera að greinargerðin hafi ekki borið fyrir augu fjármálaráðherra, hvort starfsfólk hafi ákveðið að afhenda ráðherra ekki bréf frá settum ríkisendurskoðanda sem þó var stílað á hann? Í svari Hersis segir að Bjarna hafi verið gert viðvart að loknum sumarleyfum en „skjalið hvorki verið lagt fyrir hann – né hafi ráðherra sóst eftir því, enda hafi málið verið á forræði ríkisendurskoðanda.“ Tengd skjöl Bréf_Sigurðar_til_Forseta_Alþingis_og_BjarnaPNG119KBSækja skjal
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35
Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01