Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2023 08:05 Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. egill aðalsteinsson Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað og nú síðast gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum til að mæla lífmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en starfar nú á alþjóðamarkaði og er leiðandi á sviði lækningatækja í svefni. Svefnrannsóknir eru ýmist framkvæmdar á spítala eða heima hjá viðkomandi þar sem áhersla er lögð á greiningu ýmissa kvilla á borð við kæfisvefn sem er mjög algengur svefnsjúkdómur en þá hættir fólk að anda í svefni, insomniu þegar fólk einfaldlega sefur ekki - og fleiri röskunum. „Þegar maður fer í svefnmælingu, eins og við sjáum á gínunni, þá eru ýmsir nemar settir á fólk og það er mælt heilarit, rafvirkni í heilanum, við mælum öndun í nefni, öndunarhreyfingu, súrefnismettun í blóði og fleira,“ segir Jón Skírnir Ágústsson sem leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. Þurftu sjálf að finna upp hjólið Sérþjálfað fólk sér svo um að greina merkin og flokka þau t.d. í svefnstig en það getur gervigreindin einnig gert. „Og ástæðan fyrir því að við þurfum að þróa okkar eigin gervigreind en getum ekki nýtt lausnir frá öðrum er að svefnlæknisfræði er svo lítið svið að það er enginn annar að gera þetta og tólin eru ekki til þannig við þurfum að finna okkar eigin aðferðir, neyðin kennir naktri konu að spinna.“ „Svo það sem við notum gervigreindina líka í sem er miklu meira spennandi er að við getum fengið nýjar upplýsingar úr merkjunum sem fólk er yfirleitt ekki að greina sjálft og þá erum við ekki bara að sjálfvirknivæða vinnu hjá fólki heldur líka að fá fleiri upplýsingar úr mælingunni sem er framkvæmd yfir nóttina.“ Ráðlagt frá því að auglýsa gervigreindina Fyrirtækið byrjaði að notast við gervigreind árið 2016 og segir Jón Skírnir segir að því hafi verið ráðlagt gegn því að tala um að gervigreind væri í vörum þess ellegar myndi enginn læknir treysta þeim, svo byltingarkennt þótti að nýta gervigreind í læknisfræðinni. Hann segir að fordómar geti verið fyrir tækninni innan heilbrigðisgeirans. „Ímyndaðu þér að þú farir til læknis og það er tekin læknisfræðileg ákvörðun sem mun jafnvel hafa áhrif á restina af lífi þínu og þú spyrð lækninn: Hvernig komstu að þessari niðurstöðu? Og hann segir: Tölvan sagði mér það. Það er náttúrulega rosalega stórt skref þannig því fylgir mjög mikil ábyrgð að þróa gervigreind fyrir læknavísindi. Gervigreindin sem við þróum tekur ekki svona ákvarðanir, hún kemur bara með viðbót við þetta.“ Ókannað svið Með gervigreind sé því hægt að sjálfvirknivæða vinnu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Þannig að í rauninni er ekki verið að finna upp nýja læknisfræði eða svoleiðis heldur er bara verið að hjálpa fólki að vinna vinnuna sína miklu hraðar og það gengur rosalega vel. Mjög mikið eftir þar. En svo er þetta svolítið ókannað, hvaða fleiri upplýsingar eru í merkjunum sem við erum að mæla og hversu langt getum við farið með þær.“ „Maður getur ímyndað sér að ef maður mælir heilarit, hjartarit og öndun hjá manneskju í átta klukkutíma yfir nóttina, þá eru miklu fleiri upplýsingar í þeim gögnum heldur en bara hvernig fólkið svaf af því að hjartað okkar slær og það hefur áhrif um allan líkama. Heilinn og ég tala nú ekki um ef við getum framkvæmd fleiri en eina mælingu og fylgst með þróuninni hjá fólki. Þá eru miklir möguleikar að nýta í rauninni þessi merki í eitthvað miklu meira en að mæla hvort fólk sé með kæfisvefn eða ekki.“ Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað og nú síðast gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum til að mæla lífmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en starfar nú á alþjóðamarkaði og er leiðandi á sviði lækningatækja í svefni. Svefnrannsóknir eru ýmist framkvæmdar á spítala eða heima hjá viðkomandi þar sem áhersla er lögð á greiningu ýmissa kvilla á borð við kæfisvefn sem er mjög algengur svefnsjúkdómur en þá hættir fólk að anda í svefni, insomniu þegar fólk einfaldlega sefur ekki - og fleiri röskunum. „Þegar maður fer í svefnmælingu, eins og við sjáum á gínunni, þá eru ýmsir nemar settir á fólk og það er mælt heilarit, rafvirkni í heilanum, við mælum öndun í nefni, öndunarhreyfingu, súrefnismettun í blóði og fleira,“ segir Jón Skírnir Ágústsson sem leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. Þurftu sjálf að finna upp hjólið Sérþjálfað fólk sér svo um að greina merkin og flokka þau t.d. í svefnstig en það getur gervigreindin einnig gert. „Og ástæðan fyrir því að við þurfum að þróa okkar eigin gervigreind en getum ekki nýtt lausnir frá öðrum er að svefnlæknisfræði er svo lítið svið að það er enginn annar að gera þetta og tólin eru ekki til þannig við þurfum að finna okkar eigin aðferðir, neyðin kennir naktri konu að spinna.“ „Svo það sem við notum gervigreindina líka í sem er miklu meira spennandi er að við getum fengið nýjar upplýsingar úr merkjunum sem fólk er yfirleitt ekki að greina sjálft og þá erum við ekki bara að sjálfvirknivæða vinnu hjá fólki heldur líka að fá fleiri upplýsingar úr mælingunni sem er framkvæmd yfir nóttina.“ Ráðlagt frá því að auglýsa gervigreindina Fyrirtækið byrjaði að notast við gervigreind árið 2016 og segir Jón Skírnir segir að því hafi verið ráðlagt gegn því að tala um að gervigreind væri í vörum þess ellegar myndi enginn læknir treysta þeim, svo byltingarkennt þótti að nýta gervigreind í læknisfræðinni. Hann segir að fordómar geti verið fyrir tækninni innan heilbrigðisgeirans. „Ímyndaðu þér að þú farir til læknis og það er tekin læknisfræðileg ákvörðun sem mun jafnvel hafa áhrif á restina af lífi þínu og þú spyrð lækninn: Hvernig komstu að þessari niðurstöðu? Og hann segir: Tölvan sagði mér það. Það er náttúrulega rosalega stórt skref þannig því fylgir mjög mikil ábyrgð að þróa gervigreind fyrir læknavísindi. Gervigreindin sem við þróum tekur ekki svona ákvarðanir, hún kemur bara með viðbót við þetta.“ Ókannað svið Með gervigreind sé því hægt að sjálfvirknivæða vinnu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Þannig að í rauninni er ekki verið að finna upp nýja læknisfræði eða svoleiðis heldur er bara verið að hjálpa fólki að vinna vinnuna sína miklu hraðar og það gengur rosalega vel. Mjög mikið eftir þar. En svo er þetta svolítið ókannað, hvaða fleiri upplýsingar eru í merkjunum sem við erum að mæla og hversu langt getum við farið með þær.“ „Maður getur ímyndað sér að ef maður mælir heilarit, hjartarit og öndun hjá manneskju í átta klukkutíma yfir nóttina, þá eru miklu fleiri upplýsingar í þeim gögnum heldur en bara hvernig fólkið svaf af því að hjartað okkar slær og það hefur áhrif um allan líkama. Heilinn og ég tala nú ekki um ef við getum framkvæmd fleiri en eina mælingu og fylgst með þróuninni hjá fólki. Þá eru miklir möguleikar að nýta í rauninni þessi merki í eitthvað miklu meira en að mæla hvort fólk sé með kæfisvefn eða ekki.“
Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira