Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2023 08:05 Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. egill aðalsteinsson Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað og nú síðast gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum til að mæla lífmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en starfar nú á alþjóðamarkaði og er leiðandi á sviði lækningatækja í svefni. Svefnrannsóknir eru ýmist framkvæmdar á spítala eða heima hjá viðkomandi þar sem áhersla er lögð á greiningu ýmissa kvilla á borð við kæfisvefn sem er mjög algengur svefnsjúkdómur en þá hættir fólk að anda í svefni, insomniu þegar fólk einfaldlega sefur ekki - og fleiri röskunum. „Þegar maður fer í svefnmælingu, eins og við sjáum á gínunni, þá eru ýmsir nemar settir á fólk og það er mælt heilarit, rafvirkni í heilanum, við mælum öndun í nefni, öndunarhreyfingu, súrefnismettun í blóði og fleira,“ segir Jón Skírnir Ágústsson sem leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. Þurftu sjálf að finna upp hjólið Sérþjálfað fólk sér svo um að greina merkin og flokka þau t.d. í svefnstig en það getur gervigreindin einnig gert. „Og ástæðan fyrir því að við þurfum að þróa okkar eigin gervigreind en getum ekki nýtt lausnir frá öðrum er að svefnlæknisfræði er svo lítið svið að það er enginn annar að gera þetta og tólin eru ekki til þannig við þurfum að finna okkar eigin aðferðir, neyðin kennir naktri konu að spinna.“ „Svo það sem við notum gervigreindina líka í sem er miklu meira spennandi er að við getum fengið nýjar upplýsingar úr merkjunum sem fólk er yfirleitt ekki að greina sjálft og þá erum við ekki bara að sjálfvirknivæða vinnu hjá fólki heldur líka að fá fleiri upplýsingar úr mælingunni sem er framkvæmd yfir nóttina.“ Ráðlagt frá því að auglýsa gervigreindina Fyrirtækið byrjaði að notast við gervigreind árið 2016 og segir Jón Skírnir segir að því hafi verið ráðlagt gegn því að tala um að gervigreind væri í vörum þess ellegar myndi enginn læknir treysta þeim, svo byltingarkennt þótti að nýta gervigreind í læknisfræðinni. Hann segir að fordómar geti verið fyrir tækninni innan heilbrigðisgeirans. „Ímyndaðu þér að þú farir til læknis og það er tekin læknisfræðileg ákvörðun sem mun jafnvel hafa áhrif á restina af lífi þínu og þú spyrð lækninn: Hvernig komstu að þessari niðurstöðu? Og hann segir: Tölvan sagði mér það. Það er náttúrulega rosalega stórt skref þannig því fylgir mjög mikil ábyrgð að þróa gervigreind fyrir læknavísindi. Gervigreindin sem við þróum tekur ekki svona ákvarðanir, hún kemur bara með viðbót við þetta.“ Ókannað svið Með gervigreind sé því hægt að sjálfvirknivæða vinnu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Þannig að í rauninni er ekki verið að finna upp nýja læknisfræði eða svoleiðis heldur er bara verið að hjálpa fólki að vinna vinnuna sína miklu hraðar og það gengur rosalega vel. Mjög mikið eftir þar. En svo er þetta svolítið ókannað, hvaða fleiri upplýsingar eru í merkjunum sem við erum að mæla og hversu langt getum við farið með þær.“ „Maður getur ímyndað sér að ef maður mælir heilarit, hjartarit og öndun hjá manneskju í átta klukkutíma yfir nóttina, þá eru miklu fleiri upplýsingar í þeim gögnum heldur en bara hvernig fólkið svaf af því að hjartað okkar slær og það hefur áhrif um allan líkama. Heilinn og ég tala nú ekki um ef við getum framkvæmd fleiri en eina mælingu og fylgst með þróuninni hjá fólki. Þá eru miklir möguleikar að nýta í rauninni þessi merki í eitthvað miklu meira en að mæla hvort fólk sé með kæfisvefn eða ekki.“ Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað og nú síðast gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum til að mæla lífmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en starfar nú á alþjóðamarkaði og er leiðandi á sviði lækningatækja í svefni. Svefnrannsóknir eru ýmist framkvæmdar á spítala eða heima hjá viðkomandi þar sem áhersla er lögð á greiningu ýmissa kvilla á borð við kæfisvefn sem er mjög algengur svefnsjúkdómur en þá hættir fólk að anda í svefni, insomniu þegar fólk einfaldlega sefur ekki - og fleiri röskunum. „Þegar maður fer í svefnmælingu, eins og við sjáum á gínunni, þá eru ýmsir nemar settir á fólk og það er mælt heilarit, rafvirkni í heilanum, við mælum öndun í nefni, öndunarhreyfingu, súrefnismettun í blóði og fleira,“ segir Jón Skírnir Ágústsson sem leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. Þurftu sjálf að finna upp hjólið Sérþjálfað fólk sér svo um að greina merkin og flokka þau t.d. í svefnstig en það getur gervigreindin einnig gert. „Og ástæðan fyrir því að við þurfum að þróa okkar eigin gervigreind en getum ekki nýtt lausnir frá öðrum er að svefnlæknisfræði er svo lítið svið að það er enginn annar að gera þetta og tólin eru ekki til þannig við þurfum að finna okkar eigin aðferðir, neyðin kennir naktri konu að spinna.“ „Svo það sem við notum gervigreindina líka í sem er miklu meira spennandi er að við getum fengið nýjar upplýsingar úr merkjunum sem fólk er yfirleitt ekki að greina sjálft og þá erum við ekki bara að sjálfvirknivæða vinnu hjá fólki heldur líka að fá fleiri upplýsingar úr mælingunni sem er framkvæmd yfir nóttina.“ Ráðlagt frá því að auglýsa gervigreindina Fyrirtækið byrjaði að notast við gervigreind árið 2016 og segir Jón Skírnir segir að því hafi verið ráðlagt gegn því að tala um að gervigreind væri í vörum þess ellegar myndi enginn læknir treysta þeim, svo byltingarkennt þótti að nýta gervigreind í læknisfræðinni. Hann segir að fordómar geti verið fyrir tækninni innan heilbrigðisgeirans. „Ímyndaðu þér að þú farir til læknis og það er tekin læknisfræðileg ákvörðun sem mun jafnvel hafa áhrif á restina af lífi þínu og þú spyrð lækninn: Hvernig komstu að þessari niðurstöðu? Og hann segir: Tölvan sagði mér það. Það er náttúrulega rosalega stórt skref þannig því fylgir mjög mikil ábyrgð að þróa gervigreind fyrir læknavísindi. Gervigreindin sem við þróum tekur ekki svona ákvarðanir, hún kemur bara með viðbót við þetta.“ Ókannað svið Með gervigreind sé því hægt að sjálfvirknivæða vinnu fólks í heilbrigðiskerfinu. „Þannig að í rauninni er ekki verið að finna upp nýja læknisfræði eða svoleiðis heldur er bara verið að hjálpa fólki að vinna vinnuna sína miklu hraðar og það gengur rosalega vel. Mjög mikið eftir þar. En svo er þetta svolítið ókannað, hvaða fleiri upplýsingar eru í merkjunum sem við erum að mæla og hversu langt getum við farið með þær.“ „Maður getur ímyndað sér að ef maður mælir heilarit, hjartarit og öndun hjá manneskju í átta klukkutíma yfir nóttina, þá eru miklu fleiri upplýsingar í þeim gögnum heldur en bara hvernig fólkið svaf af því að hjartað okkar slær og það hefur áhrif um allan líkama. Heilinn og ég tala nú ekki um ef við getum framkvæmd fleiri en eina mælingu og fylgst með þróuninni hjá fólki. Þá eru miklir möguleikar að nýta í rauninni þessi merki í eitthvað miklu meira en að mæla hvort fólk sé með kæfisvefn eða ekki.“
Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira