Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 09:06 Sam Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög í tengslum við gjaldþrot FTX í fyrra. Fyrirtækið var þriðja stærsta rafmyntarkauphöll heims. AP/Seth Wenig Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. Bankman-Fried, sem stýrði FTX í þrot í nóvember, gengur laus gegn 250 milljóna dollara tryggingu og býr hjá foreldrum sínum í Palo Alto í Kaliforníu. Hann er ákærður fyrir féfletta fjárfesta og stela innistæðum viðskiptavina FTX. Saksóknarar héldu því nýlega fram að Bankman-Fried hefði sent dulkóðuð skilaboð í gegnum samskiptaforritið Signal til yfirlögfræðings FTX. Í skilaboðunum hafi hann óskað eftir samstarfi. Þetta telja saksóknararnir benda til þess að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni sem gæti bendlað hann við glæp, að sögn AP-fréttastofunnar. Af þeim sökum óskuðu saksóknararnir eftir því að Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, setti frekari skorður við notkun Bankman-Frieds á raftækjum og netinu, meðal annars með því að banna honum að nota samskiptaforrit og krefjast þess að eftirlitshugbúnaði verði komið fyrir í síma hans og tölvu. Kaplan sagði að honum virtist sem að Bankman-Fried hefði gert hluti sem bentu til þess að hann hefði framið eða reynt að fremja glæp á meðan hann gengur laus gegn tryggingu. Þegar uppi væri staðið væri fangelsun mögulega skilvirkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að Bankman-Fried nýtti sér raftæki til að hafa samskipti sem ekki væri hægt að fylgjast með. Mark Cohen, lögmaður Bankman-Frieds, sagði kröfur saksóknara harðneskjulegar og að þær gerðu honum erfitt fyrir að búa sig undir réttarhöldin sem eiga að hefjast í haust. Þegar dómarinn benti honum á að svo virtist sem að Bankman-Fried hefði rofið skilmála lausnar sinnar með því að nota dulkóðaða vefsíðu til þess að horfa á útsendingu frá Ofurskálinni um síðustu helgi sagðist Cohen gera sér grein fyrir að skjólstæðingur sinn þyrfti að fara að öllu með gát. Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankman-Fried, sem stýrði FTX í þrot í nóvember, gengur laus gegn 250 milljóna dollara tryggingu og býr hjá foreldrum sínum í Palo Alto í Kaliforníu. Hann er ákærður fyrir féfletta fjárfesta og stela innistæðum viðskiptavina FTX. Saksóknarar héldu því nýlega fram að Bankman-Fried hefði sent dulkóðuð skilaboð í gegnum samskiptaforritið Signal til yfirlögfræðings FTX. Í skilaboðunum hafi hann óskað eftir samstarfi. Þetta telja saksóknararnir benda til þess að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni sem gæti bendlað hann við glæp, að sögn AP-fréttastofunnar. Af þeim sökum óskuðu saksóknararnir eftir því að Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, setti frekari skorður við notkun Bankman-Frieds á raftækjum og netinu, meðal annars með því að banna honum að nota samskiptaforrit og krefjast þess að eftirlitshugbúnaði verði komið fyrir í síma hans og tölvu. Kaplan sagði að honum virtist sem að Bankman-Fried hefði gert hluti sem bentu til þess að hann hefði framið eða reynt að fremja glæp á meðan hann gengur laus gegn tryggingu. Þegar uppi væri staðið væri fangelsun mögulega skilvirkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að Bankman-Fried nýtti sér raftæki til að hafa samskipti sem ekki væri hægt að fylgjast með. Mark Cohen, lögmaður Bankman-Frieds, sagði kröfur saksóknara harðneskjulegar og að þær gerðu honum erfitt fyrir að búa sig undir réttarhöldin sem eiga að hefjast í haust. Þegar dómarinn benti honum á að svo virtist sem að Bankman-Fried hefði rofið skilmála lausnar sinnar með því að nota dulkóðaða vefsíðu til þess að horfa á útsendingu frá Ofurskálinni um síðustu helgi sagðist Cohen gera sér grein fyrir að skjólstæðingur sinn þyrfti að fara að öllu með gát.
Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira