Er ríkisstjórnin stikkfrí í kjaradeilunum? Guðmundur Árni Stefansson skrifar 20. febrúar 2023 14:01 Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu. Vissulega er þrengra um vik um nýár lausnir, þegar fyrir liggur að 80 þúsund launamanna hafa þegar samþykkt kjarasamning; fólk í Starfsgreinasambandinu og Verslunarmannafélaginu. Þegar atvinnurekendur eru síðan farnir að kalla eftir lagasetningu á verkfallið og kjaradeiluna, þar sem Alþingi setur lög sem banna verkföll, þá er í óefni komið. Ekki er ósennilegt að stuðningur við slíkt sé að finna í herbúðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksiins, en vart verður því trúað fyrirfram að Vinstri grænir taki slíkt í mál. Þar er þó litla staðfestu að finna eins og dæmin sanna. Flestir hljóta að vera sammála því, að lægstu laun á landinu duga engan veginn fyrir framfærslu. Það er óviðunandi. Úr því þarf að bæta. En það er unnt að gera með fleiru en krónutöluhækkunum og breytingum á launatöxtum. Leiguþak og húsnæðisbætur Og kem ég þá að kjarna máls. Svo virðist sem sitjandi ríkisstjórn sé algjörlega stikkfrí í þessari kjaradeilu og er á hliðarlínunni eins og hver annar áhorfandi. Það er óviðunandi. Ríkisstjórninni ber að stíga inn og leggja myndarlega í púkkið. Nokkrar leiðir eru færar í því efni. Ein er sú að setja á leiguþak eða leigubremsu, sem tryggir stöðu og kjör leigjenda í landinu. Þetta hefur jafnaðarfólk kallað eftir, sem og verkalýðshreyfingin, en ríkisstjórninin skellt við skollaeyrum. Þessi aðgerð skiptir máli. Hún kostar ekki peninga úr ríkisstjóði. Önnur leið er jákvæð inngrip í húsnæðiskerfið; kerfi sem er nú um stundir venjulegum launamanni fullkomlega ofviða. Fleiri leiðir eru færar en pilitískan vilja þarf til. Þessi aðkoma ríkisvaldsins myndi einnig greiða fyrir komandi samningum við opinbera starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Sem og bæta í nýgerða samninga. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa til ríkisstjórnarinnar að verkin verði látin tala. Það er að vísu eitthvað sem sjaldan sést, því sitjandi ríkisstjórn og forystufólk hennar virðist hafa þann einasta metnað að sitja meðan sætt er. Ágreiningur er um minni og stærri mál og þau eru „leyst" með aðgerðarleysi. Það virðist þegjandi samkomulag um að gera sem minnst. En nú er ekki í boði að vera stikkfrí. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samfylkingin Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu. Vissulega er þrengra um vik um nýár lausnir, þegar fyrir liggur að 80 þúsund launamanna hafa þegar samþykkt kjarasamning; fólk í Starfsgreinasambandinu og Verslunarmannafélaginu. Þegar atvinnurekendur eru síðan farnir að kalla eftir lagasetningu á verkfallið og kjaradeiluna, þar sem Alþingi setur lög sem banna verkföll, þá er í óefni komið. Ekki er ósennilegt að stuðningur við slíkt sé að finna í herbúðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksiins, en vart verður því trúað fyrirfram að Vinstri grænir taki slíkt í mál. Þar er þó litla staðfestu að finna eins og dæmin sanna. Flestir hljóta að vera sammála því, að lægstu laun á landinu duga engan veginn fyrir framfærslu. Það er óviðunandi. Úr því þarf að bæta. En það er unnt að gera með fleiru en krónutöluhækkunum og breytingum á launatöxtum. Leiguþak og húsnæðisbætur Og kem ég þá að kjarna máls. Svo virðist sem sitjandi ríkisstjórn sé algjörlega stikkfrí í þessari kjaradeilu og er á hliðarlínunni eins og hver annar áhorfandi. Það er óviðunandi. Ríkisstjórninni ber að stíga inn og leggja myndarlega í púkkið. Nokkrar leiðir eru færar í því efni. Ein er sú að setja á leiguþak eða leigubremsu, sem tryggir stöðu og kjör leigjenda í landinu. Þetta hefur jafnaðarfólk kallað eftir, sem og verkalýðshreyfingin, en ríkisstjórninin skellt við skollaeyrum. Þessi aðgerð skiptir máli. Hún kostar ekki peninga úr ríkisstjóði. Önnur leið er jákvæð inngrip í húsnæðiskerfið; kerfi sem er nú um stundir venjulegum launamanni fullkomlega ofviða. Fleiri leiðir eru færar en pilitískan vilja þarf til. Þessi aðkoma ríkisvaldsins myndi einnig greiða fyrir komandi samningum við opinbera starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Sem og bæta í nýgerða samninga. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa til ríkisstjórnarinnar að verkin verði látin tala. Það er að vísu eitthvað sem sjaldan sést, því sitjandi ríkisstjórn og forystufólk hennar virðist hafa þann einasta metnað að sitja meðan sætt er. Ágreiningur er um minni og stærri mál og þau eru „leyst" með aðgerðarleysi. Það virðist þegjandi samkomulag um að gera sem minnst. En nú er ekki í boði að vera stikkfrí. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun