Samgöngusáttmáli í uppnámi? Ó. Ingi Tómasson skrifar 21. febrúar 2023 09:31 Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. Framkvæmd samgöngusáttmálans Betri samgöngur ohf. var stofnað til að sjá um framkvæmd samgöngusáttmálans sem samþykktur var árið 2019. Síðustu vikur hafa ýmsir lýst efasemdum og áhyggjum um aukin kostnað við framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans, þar hefur verið nefnt 50% hækkun framkvæmdakostnaðar, Betri samgöngur ohf. benda hins vegar á að hækkunin nemi 11,5% og þar vegi þyngst, hækkandi verðlag og að stofnvegir hafi farið fram úr áætlunum. Mikilvægt er að áframhaldandi samstaða haldist um samgöngusáttmálann. Ljóst er að tafir eru á einhverjum verkþáttum þá sér í lagi þeim sem snúa að uppbyggingu Borgarlínu sem er sérrými fyrir almenningssamgöngur. Kostnaður við framkvæmdir samgöngusáttmálans var áætlaður 120 milljarðir og á framkvæmdum að ljúka árið 2033. Raunverulegt val um ferðamáta Spá svæðisskipulagsins (2015) gerir ráð fyrir um að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 50.000 – 75.000 fram til ársins 2040, nú er ljóst að sú fjölgun verður enn meiri, til að setja þetta í samhengi mun íbúum fjölga álíka og nú búa samanlagt í Hafnarfirði og Kópavogi, ef ekki tekst að breyta ferðavenjum samhliða þeirri fjölgun má gera ráð fyrir að fjölgun bifreiða verði samsvarandi. Nú búa um 240.000 manns á höfuðborgarsvæðinu og skv. Samgöngustofu eru skráð ökutæki á svæðinu um 218.000. Ljóst er að ef lítið verði um framkvæmdir munu umferðatafir með tilheyrandi mengun og kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki halda áfram að vaxa. Ríkið ætti að koma inn í verkefnið með auknum þunga, svo væri frábært ef kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameinaðir í að framkvæmd samgöngusáttmálans verði að veruleika. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gera þá kröfu að samgöngur séu greiðar og að raunverulegt val sé um ferðamáta hvort sem er í almenningssamgöngum, á einkabílnum eða á hjóli. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. Framkvæmd samgöngusáttmálans Betri samgöngur ohf. var stofnað til að sjá um framkvæmd samgöngusáttmálans sem samþykktur var árið 2019. Síðustu vikur hafa ýmsir lýst efasemdum og áhyggjum um aukin kostnað við framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans, þar hefur verið nefnt 50% hækkun framkvæmdakostnaðar, Betri samgöngur ohf. benda hins vegar á að hækkunin nemi 11,5% og þar vegi þyngst, hækkandi verðlag og að stofnvegir hafi farið fram úr áætlunum. Mikilvægt er að áframhaldandi samstaða haldist um samgöngusáttmálann. Ljóst er að tafir eru á einhverjum verkþáttum þá sér í lagi þeim sem snúa að uppbyggingu Borgarlínu sem er sérrými fyrir almenningssamgöngur. Kostnaður við framkvæmdir samgöngusáttmálans var áætlaður 120 milljarðir og á framkvæmdum að ljúka árið 2033. Raunverulegt val um ferðamáta Spá svæðisskipulagsins (2015) gerir ráð fyrir um að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 50.000 – 75.000 fram til ársins 2040, nú er ljóst að sú fjölgun verður enn meiri, til að setja þetta í samhengi mun íbúum fjölga álíka og nú búa samanlagt í Hafnarfirði og Kópavogi, ef ekki tekst að breyta ferðavenjum samhliða þeirri fjölgun má gera ráð fyrir að fjölgun bifreiða verði samsvarandi. Nú búa um 240.000 manns á höfuðborgarsvæðinu og skv. Samgöngustofu eru skráð ökutæki á svæðinu um 218.000. Ljóst er að ef lítið verði um framkvæmdir munu umferðatafir með tilheyrandi mengun og kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki halda áfram að vaxa. Ríkið ætti að koma inn í verkefnið með auknum þunga, svo væri frábært ef kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameinaðir í að framkvæmd samgöngusáttmálans verði að veruleika. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gera þá kröfu að samgöngur séu greiðar og að raunverulegt val sé um ferðamáta hvort sem er í almenningssamgöngum, á einkabílnum eða á hjóli. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar