Kyrrstaðan niðurstaðan? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 09:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun