Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 11:46 Allir dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur voru taldir vanhæfir til þess að fjalla um stefnu Ástríðar Grímsdóttur. Því var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Vísir/samsett/Háskólinn í Reykjavík Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin. Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin.
Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira