Stöðugur óstöðugleiki í leikskólamálum Birgir Smári Ársælsson skrifar 7. mars 2023 08:00 Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum. Á þriðja tug ára hefur leikskólakerfið þurft að þola margt og lengi talið vera á þolmörkum en ég tel að það sé nú þegar sprungið og það þolir enga bið að reisa það aftur í þeirri mynd sem grunnstoð samfélags okkar á skilið. Til að undirstrika alvarleikann sem leikskólar hafa búið við daglega síðustu tvo áratugi ætla ég að telja upp nokkur atriði sem mér finnst skýra ástandið. Í fyrsta lagi langar mig að nefna það sem hefur gerst jafnt og þétt yfir árin og er það að lykilstarfsmenn í leikskólum hafa elst og farið á eftirlaun. Við erum að tapa áratuga reynslu starfsfólks og þó að meðalaldurinn sé að hækka er veruleikinn sá að ungt fólk stoppar stutt við. Það tekur mikinn tíma og orku að þjálfa nýtt starfsfólk og því miður fer mikið af þessum tíma og orku fyrir bí. Á sama tíma hefur hlutfall leikskólakennara minnkað og þar með er bæði reynsla og menntun á sviðinu af skornum skammti til að þjálfa næstu kynslóð starfsfólks. Of mikill tími þessara sérfræðinga fer í það að þjálfa skammtíma nýliða. Tími sem ætti að nýtast í börnin okkar. Þess ber að geta að samkvæmt lögum ættu tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla að vera leikskólakennarar með leyfisbréf en raunveruleikinn er að við erum um það bil fjórðungur starfsfólks. Yfir árin hefur þekking okkar á þroska barna tekið örum breytingum og þar með kröfur til kennara og annars starfsfólks. Leikskólinn er undirstaða framtíðarþegna samfélagsins þar sem börn öðlast félagshæfni, málörvun, fjölbreytt læsi og gildi sem, ef vel er haldið á spöðunum, létta á samfélaginu þegar líður á. Því betur sem við hlúum að leikskólum því betri er máltaka barna, læsi þeirra á texta, aðstæður og umhverfi sitt. Hamingja þeirra og sjálfsmynd ríkari og því andleg og líkamleg staða þeirra betri sem sparar samfélaginu ómetanlegan auð. Kerfið er sprungið sökum vanrækslu ríkis og sveitarfélaga. Leikskólar hafa verið fjársveltir, það hefur ekki verið borin virðing fyrir starfsfólki, vinna þeirra ekki metin að verðleikum, skólum ekki fjölgað í samræmi við fólksfjölgun í samfélaginu og óviðunandi aðgerðir við það að fjölga í stéttinni. Þess í stað hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þjónusta efnahagslífið umfram börnin með því að troða sem flestum inn í sem minnst rými í sem lengstan tíma. Sveitarfélög fara á svig laga og reglugerða til að geta fyllt leikskóla umfram þolmörk. Barmafullt kerfið gefur okkur ekki sveigjanleikann sem þarf til að hlúa að börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Þessi vanræksla hefur aukið, álag á starfsfólk og börn, langtíma og skammtíma veikindi, flótta starfsfólks í önnur störf og þessi aukna mannekla hefur valdið því að leikskólar séu í þeirri stöðu að þurfa að senda börn heim reglulega. Nú þegar heyrast raddir foreldra sem sjá fram á að missa vinnuna sökum þess að geta ekki tekið meira launalaust leyfi. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili, fyrir fjölskyldur, fyrir börn, fyrir efnahaginn, fyrir framtíð samfélagsins. Við getum ekki leyft okkur að hunsa ástandið lengur, við verðum að taka höndum saman, láta í okkur heyra og krefjast þess að ríki og sveitarfélög vanræki ekki lengur grunnstoð samfélagsins okkar sem leikskólinn er. Við megum ekki við því að hunsa börnin okkar lengur. Höfundur er leikskólakennari, foreldri og varamaður í skólamálanefnd Félags leikskólakennara.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar