Gera sömuleiðis ráð fyrir 75 punkta hækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2023 12:41 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 75 punkta á miðvikudaginn þegar tilkynnt verður um næstu ákvörðun. Spáin rímar við spá Greiningar Íslandsbanka sem birt var í gær. Gangi spáin eftir munu meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara úr 6,5 prósentum í 7,25. Í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans segir að aukin verðbólga í febrúar hafi komið á óvart, verið almennari en áður og að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist. „Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist og gengi krónunnar hefur lítið sem ekkert breyst. Þættir á borð við miklar launahækkanir, stuttan gildistíma nýrra kjarasamninga og áframhaldandi óvissu um launaþróun eru einnig til þess fallnir að auka verðbólguþrýsting. Þá teljum við að vísbendingar um kröftugan hagvöxt, þó nokkuð mikla einkaneyslu og áframhaldandi komu erlendra ferðamanna renni frekari stoðum undir stýrivaxtaspána. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu. Við teljum að nefndin ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í tilkynningunni. Stígi fast til jarðar Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Næsta stýrivaxtaákvörðun á eftir þeirri í næstu viku, er á dagskrá 24. maí og þar á eftir í ágúst. „Þar sem nokkuð langt er á milli næstu funda gerum við ráð fyrir að nefndin telji vissast að stíga fast til jarðar og sem fyrr segir teljum við að þau ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í spá Landsbankans. Seðlabankinn Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Gangi spáin eftir munu meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara úr 6,5 prósentum í 7,25. Í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans segir að aukin verðbólga í febrúar hafi komið á óvart, verið almennari en áður og að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist. „Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist og gengi krónunnar hefur lítið sem ekkert breyst. Þættir á borð við miklar launahækkanir, stuttan gildistíma nýrra kjarasamninga og áframhaldandi óvissu um launaþróun eru einnig til þess fallnir að auka verðbólguþrýsting. Þá teljum við að vísbendingar um kröftugan hagvöxt, þó nokkuð mikla einkaneyslu og áframhaldandi komu erlendra ferðamanna renni frekari stoðum undir stýrivaxtaspána. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu. Við teljum að nefndin ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í tilkynningunni. Stígi fast til jarðar Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Næsta stýrivaxtaákvörðun á eftir þeirri í næstu viku, er á dagskrá 24. maí og þar á eftir í ágúst. „Þar sem nokkuð langt er á milli næstu funda gerum við ráð fyrir að nefndin telji vissast að stíga fast til jarðar og sem fyrr segir teljum við að þau ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í spá Landsbankans.
Seðlabankinn Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39