Þingmenn fá punkta á sitt kort fyrir flugferðir greiddar af ríkinu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 09:50 Fljúgi þingmenn með Icelandair fá þeir flugpunkta á sitt eigið kort, fyrir ferð sem greidd er af ríkinu. Vísir/Vilhelm Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. Þingmenn þurfa oft að ferðast til útlanda í störfum sínum vegna ýmissa ráðstefna, funda og fleira. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Auður Elva Jónsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Alþingis, að ferðaáætlun, sem gerð er af skrifstofunni, sé gerð fyrir hverja ferð með ákveðna hliðsjón af dagskrá og hagkvæmni. Ef tvö eða fleiri flugfélög bjóða upp á flug til sama áfangastaðar er heimilt að velja hentugasta brottfarartímann fram yfir ódýrara flug, svo lengi sem munur á miðaverði er ekki hærri en tuttugu þúsund krónur. Mikill meirihluti flýgur með Icelandair Aðeins annað af þeim íslensku flugfélögum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli býður upp á svokallaða Vildarpunkta. Punktarnir safnast við flug, fyrir kaup á veitingum um borð, leigu á bíl og fleira. Punktana er síðan hægt að nota til að kaupa vörur eða þjónustu hjá Icelandair, til dæmis aðrar flugferðir. Boðið er upp á þetta kerfi hjá Icelandair, en ekki hjá Play. Gögn frá skrifstofu Alþingis sýna að þingmenn kjósa að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög. Frá 1. nóvember 2022 til 28. febrúar 2023 voru bókaðir 106 flugmiðar fyrir þingmenn, þar af 65 hjá Icelandair eða 61,3 prósent. Atlantic Airways, 8 (7,5%) Brussel airways, 1 (0,9%) Easyjet, 5 (4,7%) Icelandair, 65 (61,3%) Iberia, 1 (0,9%) Play, 4 (3,8%) Ryanair, 1 (0,9%) SAS, 10 (9,4%) Vita (Samstarfsaðili Icelandair), 8 (7,5%) Wizz, 3 (2,8%) Samtals, 106 (100%) Óeðlilegt að þingmennirnir fái fríðindin Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við fréttastofu að þarna sé búið að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Það sé óeðlilegt að greitt sé fyrir flugferðirnar með almannafé en farþegarnir, sem í þessu dæmi eru þingmenn, fái síðan fríðindi fyrir það. „Ef að ríkisstofnun eða ríkisfyrirtæki eða Alþingi eða hvað sem er kaupir miðann þá fær það batterí ekki afsláttinn heldur starfsmaðurinn sjálfur. Ef maður setti þetta í samhengi við einhvern starfsmann hjá einhverri ríkinu og hann er að kaupa einhverja vöru og þjónustu og myndi sjálfur fá afslátt, fríðindi eða gjafabréf hjá fyrirtæki þá myndu allir sjá að það væri snarólöglegt,“ segir Birgir. Birgir Jónsson er forstjóri Play.Vísir/Arnar Þarna sé boðið upp á það að þingmenn geti rökstudd það að velja ákveðið flugfélag með alls konar aðferðum, til dæmis að tímasetning einnar flugferðar henti betur en önnur. „Ef að ég er opinber starfsmaður og á leið á fund í París. Ef Play flugið er klukkan sex og annað flug er klukkan sjö. Ég fæ punkta fyrir sjö flugið en ekki sex flugið en það kostar meira, þá mun ég alltaf finna mér einhverja ástæðu til að ég þurfi að taka sjö flugið. Í raun og veru er samt hvatinn að ég er að fá punkta sjálfur,“ segir Birgir. Ágætis hvati að fá fría helgarferð til Köben Birgir segir það vera stórmerkilegt að þetta hafi viðgengist í mörg ár og að fólk sé svona slakt með grafalvarlegt mál. Sérstaklega í samhengi við ríkisrekstur þar sem mikill hallarekstur er á ríkissjóð og mikið sé talað um ábyrga meðferð á almannafé. „Ég hef ekki sérstaklega margar athugasemdir við það hvort einhver fljúgi með okkur eða öðrum. Það eru þrjátíu önnur flugfélög að fljúga til Íslands. Allir að fljúga til Parísar, London og allra þessara helstu áfangastaða sem þetta fólk er að stærstum hluta að fara til. Það má alveg velja út frá alls konar breytum af hverju þetta flug hentar en ekki hitt. Það eina sem er óeðlilegt í þessu er að það er svo svakalegur hvati út af þessum punktum að tiltekinn farþegi ákveði og stýri viðskiptum,“ segir Birgir. „Þú hefur engan hvata að pæla í hentugleika ef þú getur farið í svona helgarferð með konuna fyrir jólin ókeypis. Þetta hefur viðgengist í langan tíma og það eru margir búnir að tala um þetta,“ segir Birgir. Hann myndi frekar vilja að stofnunin sem kaupir flugferðina eða ríkið sjálft fengi flugpunktana sem safnast sem væri síðan hægt að nota í að kaupa ferðir fyrir aðra þingmenn. Gömul tugga Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Árið 2015 var fjallað um þetta í Kastljósþætti á RÚV og kom þar fram að ríkið hafi keypt flugmiða af Icelandair fyrir rúmlega einn og hálfan milljarð króna á sex ára tímabili. Á sama tíma voru viðskipti við önnur flugfélög brotabrot af þeirri upphæð. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti skoðanagrein hér á Vísi um svipað leyti þar sem hann sagði ríkisstarfsmenn hafa persónulegan ávinning af því að kaupa sem dýrasta þjónustu. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Þingmenn þurfa oft að ferðast til útlanda í störfum sínum vegna ýmissa ráðstefna, funda og fleira. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Auður Elva Jónsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra Alþingis, að ferðaáætlun, sem gerð er af skrifstofunni, sé gerð fyrir hverja ferð með ákveðna hliðsjón af dagskrá og hagkvæmni. Ef tvö eða fleiri flugfélög bjóða upp á flug til sama áfangastaðar er heimilt að velja hentugasta brottfarartímann fram yfir ódýrara flug, svo lengi sem munur á miðaverði er ekki hærri en tuttugu þúsund krónur. Mikill meirihluti flýgur með Icelandair Aðeins annað af þeim íslensku flugfélögum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli býður upp á svokallaða Vildarpunkta. Punktarnir safnast við flug, fyrir kaup á veitingum um borð, leigu á bíl og fleira. Punktana er síðan hægt að nota til að kaupa vörur eða þjónustu hjá Icelandair, til dæmis aðrar flugferðir. Boðið er upp á þetta kerfi hjá Icelandair, en ekki hjá Play. Gögn frá skrifstofu Alþingis sýna að þingmenn kjósa að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög. Frá 1. nóvember 2022 til 28. febrúar 2023 voru bókaðir 106 flugmiðar fyrir þingmenn, þar af 65 hjá Icelandair eða 61,3 prósent. Atlantic Airways, 8 (7,5%) Brussel airways, 1 (0,9%) Easyjet, 5 (4,7%) Icelandair, 65 (61,3%) Iberia, 1 (0,9%) Play, 4 (3,8%) Ryanair, 1 (0,9%) SAS, 10 (9,4%) Vita (Samstarfsaðili Icelandair), 8 (7,5%) Wizz, 3 (2,8%) Samtals, 106 (100%) Óeðlilegt að þingmennirnir fái fríðindin Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við fréttastofu að þarna sé búið að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Það sé óeðlilegt að greitt sé fyrir flugferðirnar með almannafé en farþegarnir, sem í þessu dæmi eru þingmenn, fái síðan fríðindi fyrir það. „Ef að ríkisstofnun eða ríkisfyrirtæki eða Alþingi eða hvað sem er kaupir miðann þá fær það batterí ekki afsláttinn heldur starfsmaðurinn sjálfur. Ef maður setti þetta í samhengi við einhvern starfsmann hjá einhverri ríkinu og hann er að kaupa einhverja vöru og þjónustu og myndi sjálfur fá afslátt, fríðindi eða gjafabréf hjá fyrirtæki þá myndu allir sjá að það væri snarólöglegt,“ segir Birgir. Birgir Jónsson er forstjóri Play.Vísir/Arnar Þarna sé boðið upp á það að þingmenn geti rökstudd það að velja ákveðið flugfélag með alls konar aðferðum, til dæmis að tímasetning einnar flugferðar henti betur en önnur. „Ef að ég er opinber starfsmaður og á leið á fund í París. Ef Play flugið er klukkan sex og annað flug er klukkan sjö. Ég fæ punkta fyrir sjö flugið en ekki sex flugið en það kostar meira, þá mun ég alltaf finna mér einhverja ástæðu til að ég þurfi að taka sjö flugið. Í raun og veru er samt hvatinn að ég er að fá punkta sjálfur,“ segir Birgir. Ágætis hvati að fá fría helgarferð til Köben Birgir segir það vera stórmerkilegt að þetta hafi viðgengist í mörg ár og að fólk sé svona slakt með grafalvarlegt mál. Sérstaklega í samhengi við ríkisrekstur þar sem mikill hallarekstur er á ríkissjóð og mikið sé talað um ábyrga meðferð á almannafé. „Ég hef ekki sérstaklega margar athugasemdir við það hvort einhver fljúgi með okkur eða öðrum. Það eru þrjátíu önnur flugfélög að fljúga til Íslands. Allir að fljúga til Parísar, London og allra þessara helstu áfangastaða sem þetta fólk er að stærstum hluta að fara til. Það má alveg velja út frá alls konar breytum af hverju þetta flug hentar en ekki hitt. Það eina sem er óeðlilegt í þessu er að það er svo svakalegur hvati út af þessum punktum að tiltekinn farþegi ákveði og stýri viðskiptum,“ segir Birgir. „Þú hefur engan hvata að pæla í hentugleika ef þú getur farið í svona helgarferð með konuna fyrir jólin ókeypis. Þetta hefur viðgengist í langan tíma og það eru margir búnir að tala um þetta,“ segir Birgir. Hann myndi frekar vilja að stofnunin sem kaupir flugferðina eða ríkið sjálft fengi flugpunktana sem safnast sem væri síðan hægt að nota í að kaupa ferðir fyrir aðra þingmenn. Gömul tugga Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Árið 2015 var fjallað um þetta í Kastljósþætti á RÚV og kom þar fram að ríkið hafi keypt flugmiða af Icelandair fyrir rúmlega einn og hálfan milljarð króna á sex ára tímabili. Á sama tíma voru viðskipti við önnur flugfélög brotabrot af þeirri upphæð. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti skoðanagrein hér á Vísi um svipað leyti þar sem hann sagði ríkisstarfsmenn hafa persónulegan ávinning af því að kaupa sem dýrasta þjónustu.
Atlantic Airways, 8 (7,5%) Brussel airways, 1 (0,9%) Easyjet, 5 (4,7%) Icelandair, 65 (61,3%) Iberia, 1 (0,9%) Play, 4 (3,8%) Ryanair, 1 (0,9%) SAS, 10 (9,4%) Vita (Samstarfsaðili Icelandair), 8 (7,5%) Wizz, 3 (2,8%) Samtals, 106 (100%)
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira