Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 16:56 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Sjá meira
Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Sjá meira