Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 16:56 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira