Fiskveiðiauðlindin okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. mars 2023 09:31 Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Auðlindarenta Indriði H. Þorláksson hefur rannsakað og skrifað um auðlindarentuna og velt upp spurningum um hver sé raunveruleg afkoma fyrirtækja sem nýta fiskveiðiauðlindir landsins. Hann hefur dregið fram hver þáttur auðlindarinnar er þ.e. auðlindarentan og hvort greitt sé eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Auðlindarentan fellur þeim í skaut sem fær nýtingarréttinn nema að fullt markaðsgjald komi fyrir hann. Indriði hefur tekið saman staðreyndir sem sýna fram á að á árunum 2010 – 2020 hafi auðlindarentan verið samtals 519 milljarðar króna eða um 47 milljarðar að meðaltali á ári. Auðlindarentan hafi lægst farið í 20 milljarðar árið 2017 en annars verið á bilinu 38-68 milljarðar króna á ári. Sveiflur á milli ára megi að verulegum hluta rekja til breytinga á gengi. Samkvæmt þessu er auðlindarentan tæp 20% af söluverðmæti sjávarafurða. Auðlindarentan er því óumdeilanlega mjög mikil í sjávarútvegi á Íslandi. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfélaga á síðasta áratug er einnig birtingarmynd þess segir Indriði í greinarsafni sem hann birtir á heimasíðu sinni. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfartelja aflahlutdeild og aflaheimildir vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 400 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er tæpar 18 kr kílóið. Einnig má líta á kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Eigið fé Vísis var skv. ársreikningi um 6 milljarðar króna en samt greiddi Síldarvinnslan 31 milljarð króna fyrir félagið. Þar sem ekki er verið að skapa nýjar tekjur af óbreyttum kvóta hinna sameinuðu fyrirtækja hljóta framtíðartekjur af hinum keypta kvóta að vera svo ríflegar að kaupin borgi sig, líkt og Indriði bendir á. Auðlindastefnunefnd um aldamót Jóhannes Norðdal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar um aldamótin. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Hann segir í ævisögunni að leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) yrðu fyrndar um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Og hér erum við á sama stað 23 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Norðdal í þessum efnum og tel að sátt náist ekki nema að gjöldin verði byggð á markaðslegum forsendum. Samþjöppun og raunverulegir eigendur Í atvinnuveganefnd er til vinnslu frumvarp sem ég mælti fyrir á dögunum um hvernig skilgreina skuli tengda aðila í lögum um fiskveiðistjórnun. Mér finnst það liggja beint við að miða við raunverulega eigendur sem samkvæmt lögum er 25% eignarhlutur. Það viðmið um raunverulega eigendur ætta að miða við í stað meirihluta eignar þegar reiknuð er aflahlutdeild til að meta hvort 12% lögbundinni hámarksaflahlutdeild sé náð. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja liggja öllum opin í Fyrirtækjaskrá þannig að eftirlit með því hvort hámarksaflahlutdeild sé náð er auðvelt fyrir Fiskistofu. Og því til viðbótar ætti að leita í lög um fjármálafyrirtæki að fyrirmynd um skilgreiningu á tengdum aðilum. Þar er miðað við að tengdir aðilar séu lögaðilar sem stjórnað er af sömu einstaklingum og einnig hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn og lögaðilar í þeirra eigu. Að lokum: Ég held að fullreynt sé að ekki verði sátt um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fáist fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Auðlindarenta Indriði H. Þorláksson hefur rannsakað og skrifað um auðlindarentuna og velt upp spurningum um hver sé raunveruleg afkoma fyrirtækja sem nýta fiskveiðiauðlindir landsins. Hann hefur dregið fram hver þáttur auðlindarinnar er þ.e. auðlindarentan og hvort greitt sé eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Auðlindarentan fellur þeim í skaut sem fær nýtingarréttinn nema að fullt markaðsgjald komi fyrir hann. Indriði hefur tekið saman staðreyndir sem sýna fram á að á árunum 2010 – 2020 hafi auðlindarentan verið samtals 519 milljarðar króna eða um 47 milljarðar að meðaltali á ári. Auðlindarentan hafi lægst farið í 20 milljarðar árið 2017 en annars verið á bilinu 38-68 milljarðar króna á ári. Sveiflur á milli ára megi að verulegum hluta rekja til breytinga á gengi. Samkvæmt þessu er auðlindarentan tæp 20% af söluverðmæti sjávarafurða. Auðlindarentan er því óumdeilanlega mjög mikil í sjávarútvegi á Íslandi. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfélaga á síðasta áratug er einnig birtingarmynd þess segir Indriði í greinarsafni sem hann birtir á heimasíðu sinni. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfartelja aflahlutdeild og aflaheimildir vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 400 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er tæpar 18 kr kílóið. Einnig má líta á kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Eigið fé Vísis var skv. ársreikningi um 6 milljarðar króna en samt greiddi Síldarvinnslan 31 milljarð króna fyrir félagið. Þar sem ekki er verið að skapa nýjar tekjur af óbreyttum kvóta hinna sameinuðu fyrirtækja hljóta framtíðartekjur af hinum keypta kvóta að vera svo ríflegar að kaupin borgi sig, líkt og Indriði bendir á. Auðlindastefnunefnd um aldamót Jóhannes Norðdal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar um aldamótin. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Hann segir í ævisögunni að leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) yrðu fyrndar um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Og hér erum við á sama stað 23 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Norðdal í þessum efnum og tel að sátt náist ekki nema að gjöldin verði byggð á markaðslegum forsendum. Samþjöppun og raunverulegir eigendur Í atvinnuveganefnd er til vinnslu frumvarp sem ég mælti fyrir á dögunum um hvernig skilgreina skuli tengda aðila í lögum um fiskveiðistjórnun. Mér finnst það liggja beint við að miða við raunverulega eigendur sem samkvæmt lögum er 25% eignarhlutur. Það viðmið um raunverulega eigendur ætta að miða við í stað meirihluta eignar þegar reiknuð er aflahlutdeild til að meta hvort 12% lögbundinni hámarksaflahlutdeild sé náð. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja liggja öllum opin í Fyrirtækjaskrá þannig að eftirlit með því hvort hámarksaflahlutdeild sé náð er auðvelt fyrir Fiskistofu. Og því til viðbótar ætti að leita í lög um fjármálafyrirtæki að fyrirmynd um skilgreiningu á tengdum aðilum. Þar er miðað við að tengdir aðilar séu lögaðilar sem stjórnað er af sömu einstaklingum og einnig hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn og lögaðilar í þeirra eigu. Að lokum: Ég held að fullreynt sé að ekki verði sátt um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fáist fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun