Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. mars 2023 23:14 Ferðamenn á Þingvöllum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“ Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“
Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira