Evrópumeistarar með yfirdrátt Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 4. apríl 2023 11:01 „Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Fjármálaáætlun er verulega ólíkleg til auka væntingar um að verðbólga fari niður. Fyrir utan hækkun á tekjuskatti fyrirtækja á næsta ári þá lýsti fjármálaráðherra óbreyttri stefnu í þessari áætlun. Engin innistæða er fyrir stórum orðum um að ríkissjóður muni loksins taka þátt í baráttunni við verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka þannig ævintýralega háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Hagvöxtur minni á Íslandi Vandi fólksins í landinu núna er að þetta aðgerðaleysi fjármálaráðherra mun kosta. Verðbólga til lengri tíma, áframhaldandi háir vextir og jafnvel 13. stýrivaxtahækkunin í maí mun bitna á buddu almennings. Áþreifanlega viðbragðið er skattahækkun á fyrirtæki í boði Sjálfstæðisflokksins sem lofaði lágvaxtaskeiði og skattalækkunum í síðustu kosningum. Þeim loforðum hefur nú verið skipt út fyrir frasa eins og „frumjöfnuður ríkisins er góður“. En hvað þýðir það? Það er dálítið eins og að tala um góða afkomu heimilis áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem skiptir máli en ekki svipmynd af stöðunni á miðri leið. Og þjóð með tvöfalt hærra hlutfall vaxtakostnaðar en aðrar þjóðir hlýtur að miða við heildarafkomu. Fjármálaráðherra talar á sama tíma um öfundsverða stöðu Íslands hvað varðar mikinn hagvöxt. Þegar leiðrétt er fyrir fólksfjölgun er hagvöxtur á íbúa á Íslandi minni en í Evrópu. Hagvöxtur hér er minni. Þau sem taka á sig þyngstu byrðarnar Á Íslandi búa tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ríkisstjórnin talar um að koma þeim hópi til aðstoðar. Það er bæði jákvætt og mikilvægt. Óbreytt ástand í ríkisfjármálum er á sama tíma mjög vondar fréttir fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og ungt fólk sem er með lán sem hafa hækkað mikið. Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Niðurstaðan er sú að millistéttin í landinu og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka á sig þyngstu byrðarnar vegna vaxtahækkana. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla ekki að skera niður í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og almannatryggingum. Um þetta er samstaða á Alþingi. Tækifæri til hagræðingar í öðrum ríkisrekstri eru hins vegar ærin. Næg er yfirbyggingin og þetta verður að gera ef ætlunin er að ná verðbólgunni niður. En í fjármálaáætlun eru engar beinar tillögur eða aðgerðir í þá áttina. Auðvelda leiðin er farin, einstaka framkvæmdum frestað en hagræðing í sjálfum rekstri ríkisins lítil. Það er einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur talað um mögulegar breytingar í framtíðinni sem hafa ekkert með daginn í dag að gera og eru sumar frekar óraunhæfar. Ríkisstjórnin er ekki að takast á við vandann heldur stendur kyrr og fylgist með. Horfir á eldsvoðann og bíður átekta eftir Seðlabankastjóri komi með slökkvitæki. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt síðasta haust varaði Viðreisn við því að ríkisstjórnin væri að skilja Seðlabankann einan eftir í glímunni við verðbólgu. Viðreisn var sannarlega ekki ein um þessar viðvaranir. Þetta gerðu aðilar vinnumarkaðarins sem og Seðlabankastjóri sjálfur. Það var bara ekki hlustað. Nú benda ASÍ og Samtök atvinnulífsins aftur á að fjármálaáætlunin taki ekki þau skref sem þarf til að ná verðbólgunni niður og verja þannig heimilin. Skyldi ríkisstjórnin hlusta í þetta sinn eða er henni meira kappsmál að sækja Evróputitilinn? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Fjármálaáætlun er verulega ólíkleg til auka væntingar um að verðbólga fari niður. Fyrir utan hækkun á tekjuskatti fyrirtækja á næsta ári þá lýsti fjármálaráðherra óbreyttri stefnu í þessari áætlun. Engin innistæða er fyrir stórum orðum um að ríkissjóður muni loksins taka þátt í baráttunni við verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka þannig ævintýralega háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Hagvöxtur minni á Íslandi Vandi fólksins í landinu núna er að þetta aðgerðaleysi fjármálaráðherra mun kosta. Verðbólga til lengri tíma, áframhaldandi háir vextir og jafnvel 13. stýrivaxtahækkunin í maí mun bitna á buddu almennings. Áþreifanlega viðbragðið er skattahækkun á fyrirtæki í boði Sjálfstæðisflokksins sem lofaði lágvaxtaskeiði og skattalækkunum í síðustu kosningum. Þeim loforðum hefur nú verið skipt út fyrir frasa eins og „frumjöfnuður ríkisins er góður“. En hvað þýðir það? Það er dálítið eins og að tala um góða afkomu heimilis áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem skiptir máli en ekki svipmynd af stöðunni á miðri leið. Og þjóð með tvöfalt hærra hlutfall vaxtakostnaðar en aðrar þjóðir hlýtur að miða við heildarafkomu. Fjármálaráðherra talar á sama tíma um öfundsverða stöðu Íslands hvað varðar mikinn hagvöxt. Þegar leiðrétt er fyrir fólksfjölgun er hagvöxtur á íbúa á Íslandi minni en í Evrópu. Hagvöxtur hér er minni. Þau sem taka á sig þyngstu byrðarnar Á Íslandi búa tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ríkisstjórnin talar um að koma þeim hópi til aðstoðar. Það er bæði jákvætt og mikilvægt. Óbreytt ástand í ríkisfjármálum er á sama tíma mjög vondar fréttir fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og ungt fólk sem er með lán sem hafa hækkað mikið. Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Niðurstaðan er sú að millistéttin í landinu og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka á sig þyngstu byrðarnar vegna vaxtahækkana. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla ekki að skera niður í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og almannatryggingum. Um þetta er samstaða á Alþingi. Tækifæri til hagræðingar í öðrum ríkisrekstri eru hins vegar ærin. Næg er yfirbyggingin og þetta verður að gera ef ætlunin er að ná verðbólgunni niður. En í fjármálaáætlun eru engar beinar tillögur eða aðgerðir í þá áttina. Auðvelda leiðin er farin, einstaka framkvæmdum frestað en hagræðing í sjálfum rekstri ríkisins lítil. Það er einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur talað um mögulegar breytingar í framtíðinni sem hafa ekkert með daginn í dag að gera og eru sumar frekar óraunhæfar. Ríkisstjórnin er ekki að takast á við vandann heldur stendur kyrr og fylgist með. Horfir á eldsvoðann og bíður átekta eftir Seðlabankastjóri komi með slökkvitæki. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt síðasta haust varaði Viðreisn við því að ríkisstjórnin væri að skilja Seðlabankann einan eftir í glímunni við verðbólgu. Viðreisn var sannarlega ekki ein um þessar viðvaranir. Þetta gerðu aðilar vinnumarkaðarins sem og Seðlabankastjóri sjálfur. Það var bara ekki hlustað. Nú benda ASÍ og Samtök atvinnulífsins aftur á að fjármálaáætlunin taki ekki þau skref sem þarf til að ná verðbólgunni niður og verja þannig heimilin. Skyldi ríkisstjórnin hlusta í þetta sinn eða er henni meira kappsmál að sækja Evróputitilinn? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun