Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 09:00 Tarzan Brown kemur í mark í hlaupinu 1936 og til verður nefnið harmshæð eða Heartbreak Hill, yfir lokasprett hlaupaleiðarinnar. Boston Globe Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar. Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti