Lögvarinn réttur og viðvarandi ofbeldi Aníta Runólfsdóttir skrifar 11. apríl 2023 14:00 Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr. Það þýðir að maður, sem hefur minnsta grun um að hann sé faðir barns eða telur sig á einn eða annan hátt vera faðir barns geti höfðað mál fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hver sé faðir viðkomandi barns. Fyrir einhverja kunna lögin að gefa einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til að skera á um hvort þeir séu foreldrar þess, enda réttur barns að fá að þekkja báða foreldra sína. Það breytir því ekki að karlmenn sem beitt hafa umsáturseinelti geti stefnt foreldrum barns til þess eins að skerða friðhelgi einkalífs. Breyting varð á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 þar sem fjallað var sérstaklega um umsáturseinelti. Þau lög tóku gildi árið 2021 en í þeim kemur skýrt fram að sá sem endurtekið hefur hótað, elt, fylgst með eða sett sig í samband við aðra manneskju til þess eins að valda hræðslu eða kvíða geti nýtt sér að valda konu óþægindum með því að stefna til véfengingar á faðerni. Á Íslandi búum við í velferðarsamfélagi þar sem rík áhersla í okkar samfélagi er að tryggja börnum vernd. Þá er mikilvægt að einstaklingar sem annarlegar hvatir búa yfir, geti ekki með lögbundnum hætti haldið slíku ofbeldi áfram, nema fyrir liggi handbær gögn. Staðreyndin er sú að ef einstaklingur sem haldin er þráhyggju, fái kröfum sínum mætt muni hann að öllum líkindum ekki una niðurstöðu rannsóknarinnar nema það sé honum í hag. Svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem fylgir slíkri rannsókn fyrir ríkissjóðs og þolendum ofbeldis. Með þessu vill höfundur vekja athygli á þeim annmörkum sem kann að vera í lögum og skorti á skilningi þess þegar ofbeldismenn eru annars vegar. Það er lítið sem stoppar þá að halda háttsemi sinni til streitu. Höfundur er félagsráðgjafanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr. Það þýðir að maður, sem hefur minnsta grun um að hann sé faðir barns eða telur sig á einn eða annan hátt vera faðir barns geti höfðað mál fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hver sé faðir viðkomandi barns. Fyrir einhverja kunna lögin að gefa einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til að skera á um hvort þeir séu foreldrar þess, enda réttur barns að fá að þekkja báða foreldra sína. Það breytir því ekki að karlmenn sem beitt hafa umsáturseinelti geti stefnt foreldrum barns til þess eins að skerða friðhelgi einkalífs. Breyting varð á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 þar sem fjallað var sérstaklega um umsáturseinelti. Þau lög tóku gildi árið 2021 en í þeim kemur skýrt fram að sá sem endurtekið hefur hótað, elt, fylgst með eða sett sig í samband við aðra manneskju til þess eins að valda hræðslu eða kvíða geti nýtt sér að valda konu óþægindum með því að stefna til véfengingar á faðerni. Á Íslandi búum við í velferðarsamfélagi þar sem rík áhersla í okkar samfélagi er að tryggja börnum vernd. Þá er mikilvægt að einstaklingar sem annarlegar hvatir búa yfir, geti ekki með lögbundnum hætti haldið slíku ofbeldi áfram, nema fyrir liggi handbær gögn. Staðreyndin er sú að ef einstaklingur sem haldin er þráhyggju, fái kröfum sínum mætt muni hann að öllum líkindum ekki una niðurstöðu rannsóknarinnar nema það sé honum í hag. Svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem fylgir slíkri rannsókn fyrir ríkissjóðs og þolendum ofbeldis. Með þessu vill höfundur vekja athygli á þeim annmörkum sem kann að vera í lögum og skorti á skilningi þess þegar ofbeldismenn eru annars vegar. Það er lítið sem stoppar þá að halda háttsemi sinni til streitu. Höfundur er félagsráðgjafanemi.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar