Verðlækkun matvæla á mörkuðum skilar sér ekki á diskana Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2023 16:58 Verðlækkun landbúnaðarvara mun líklega ekki skila sér í lækkun matvælaverðs á næstunni. AP/Muhammad Sajjad Verð á korni, grænmetisolíu, mjólkurvörum og öðrum landbúnaðarvörum hefur lækkað töluvert á mörkuðum á undanförnum mánuðum. Sú lækkun hefur þó lítið skilað sér á matardiska fólks um heiminn allan. Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð. Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð.
Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira