Sameining Kvennó og MS? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. maí 2023 08:31 Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. Aðdragandi umfjöllunarinnar voru fyrirmæli menntamálaráðuneytisins til skólanna um að þeir könnuðu hversu fýsilegur kostur samruni eða annað, breytt framtíðarskipulag væri. Tilkynning um þetta kom kennurum skólanna í opna skjöldu og hefur vakið upp mikla umræðu og hörð viðbrögð. Tímasetning málsins vekur nokkra furðu. Fyrirmæli ráðuneytisins bárust nefnilega viku eftir að mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Verkefni hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. Aðeins nokkrum dögum síðar höfðu skólameistarar átta skóla á framhaldsskólastigi hafið viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu. Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn hafa tvær vikur til að framkvæma könnun varðandi samruna. Í lok maí er síðan áætlað að mennta- og barnamálaráðherra taki ákvörðun um framhaldið. Ráðherrann hefur sagt að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum, heldur sé vilji til samtals um málið. Mál sem þessi séu viðkvæm og æskilegt sé að frumkvæðið að lausnum komi innan frá, en ekki að ofan. Skemmst er að minnast fyrri gerðar menntamálaráðuneytisins sem stytti nám til stúdentsprófs um eitt ár. Ég tek því undir orð ráðherrans og vona að þarna verði vandað til verka og ekki anað að neinu. Af þeim sökum hef ég lagt inn fyrirspurn til ráðherrans á Alþingi um þetta mál þar sem ég óska eftir upplýsingum um aðdraganda og tímasetningu málsins. Þá hef ég óskað eftir upplýsingum um forsendur fyrir vali þessara tveggja skóla og um af hverju skólameisturum annarra skóla var ekki falið að hefja sambærilegar viðræður. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. Aðdragandi umfjöllunarinnar voru fyrirmæli menntamálaráðuneytisins til skólanna um að þeir könnuðu hversu fýsilegur kostur samruni eða annað, breytt framtíðarskipulag væri. Tilkynning um þetta kom kennurum skólanna í opna skjöldu og hefur vakið upp mikla umræðu og hörð viðbrögð. Tímasetning málsins vekur nokkra furðu. Fyrirmæli ráðuneytisins bárust nefnilega viku eftir að mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Verkefni hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. Aðeins nokkrum dögum síðar höfðu skólameistarar átta skóla á framhaldsskólastigi hafið viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu. Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn hafa tvær vikur til að framkvæma könnun varðandi samruna. Í lok maí er síðan áætlað að mennta- og barnamálaráðherra taki ákvörðun um framhaldið. Ráðherrann hefur sagt að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum, heldur sé vilji til samtals um málið. Mál sem þessi séu viðkvæm og æskilegt sé að frumkvæðið að lausnum komi innan frá, en ekki að ofan. Skemmst er að minnast fyrri gerðar menntamálaráðuneytisins sem stytti nám til stúdentsprófs um eitt ár. Ég tek því undir orð ráðherrans og vona að þarna verði vandað til verka og ekki anað að neinu. Af þeim sökum hef ég lagt inn fyrirspurn til ráðherrans á Alþingi um þetta mál þar sem ég óska eftir upplýsingum um aðdraganda og tímasetningu málsins. Þá hef ég óskað eftir upplýsingum um forsendur fyrir vali þessara tveggja skóla og um af hverju skólameisturum annarra skóla var ekki falið að hefja sambærilegar viðræður. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar