Fluglitakóðinn aftur grænn en óvissustig áfram í gildi Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2023 13:03 Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í gærmorgun. Henni lauk þó rúmri klukkustund síðar. Vísir/RAX Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fram kemur að eftir samráðsfund vísindamanna á Veðurstofunni bendi gögn til þess að um hafi verið að ræða snarpa jarðskjálftahrinu í gær, en slíkar hrinur eru þekktar í Kötlu. „Rúmlega 40 skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn, þar af þrír skjálftar yfir 4 af stærð. Skjálftarnir voru þó óvenju stórir og fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sambærilega hrinu og nú. Fluglitakóðinn fyrir Kötlu hefur verið færður aftur niður á grænan. Óvissustig Almannavarna er áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli,“ segir í færslunni. Þá segir á vef lögreglu að ákveðið hafi verið að aflétta lokun á veginum inn að Kötlujökli. Tengist vatni og jarðhita Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í gærmorgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð mældust, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki gerðist þó mikið eftir klukkan 11 í gær. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við fréttastofu í gær virknin hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið fremur grunnir. Því mætti telja líklegast að skjálftarnir sem urðu hafi tengst jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. Fréttir af flugi Katla Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. 5. maí 2023 07:15 Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17 Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 4. maí 2023 15:13 „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fram kemur að eftir samráðsfund vísindamanna á Veðurstofunni bendi gögn til þess að um hafi verið að ræða snarpa jarðskjálftahrinu í gær, en slíkar hrinur eru þekktar í Kötlu. „Rúmlega 40 skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn, þar af þrír skjálftar yfir 4 af stærð. Skjálftarnir voru þó óvenju stórir og fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sambærilega hrinu og nú. Fluglitakóðinn fyrir Kötlu hefur verið færður aftur niður á grænan. Óvissustig Almannavarna er áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli,“ segir í færslunni. Þá segir á vef lögreglu að ákveðið hafi verið að aflétta lokun á veginum inn að Kötlujökli. Tengist vatni og jarðhita Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í gærmorgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð mældust, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki gerðist þó mikið eftir klukkan 11 í gær. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við fréttastofu í gær virknin hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið fremur grunnir. Því mætti telja líklegast að skjálftarnir sem urðu hafi tengst jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum.
Fréttir af flugi Katla Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. 5. maí 2023 07:15 Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17 Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 4. maí 2023 15:13 „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. 5. maí 2023 07:15
Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17
Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 4. maí 2023 15:13
„Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39