Umbi vill skýrari svör frá Bjarna um Íslandsbankasöluna Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2023 11:24 Skúli Magnússon umboðsmaður er ekki til í að sleppa Bjarna Benediktssyni með það sem hann telur ófullnægjandi svör fjármálaráðherra um hvernig staðið var að sölu hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir frekari skýringum af hálfu Bjarna Benediktssonar á hæfi hans en þetta er vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Salan sú hefur sætt mikilli gagnrýni og þá meðal annars sá þáttur málsins sem snýr að föður Bjarna, Benedikt Sveinssyni sem var einn þeirra sem fékk að kaupa. Bjarni hefur sagt að þau kaup hafi komið sér í opna skjöldu og verið í trássi við vilja hans. Skúli fer fram á að öll samskipti Bjarna og ráðuneytisins við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk, m.a. tölvupóstsamskipti, minnisblöð og símtöl. Þetta kemur fram í tilkynningu sem finna má á vef umboðsmanns. Þar er rifjað upp að athugun umboðsmanns að álitamálum um hæfi fjármála- og efnahagsráðherra vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum hafi verið yfirstandandi. Skúli Magnússon umboðasmaður telur þau svör sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi veitt um söluna á Íslansbanka ófullnægjandi og spyr hvers vegna athygli ráðuneytisins hafi ekki verið á því vakin að faðir hans væri meðal kaupenda.Vísir/Vilhelm „Í framhaldi af svari ráðherra frá 24. mars sl. er nú óskað eftir nánari og ítarlegum skýringum á afstöðu ráðherra, m.a. hvort hann telji það hafa verið forsendu hugsanlegs vanhæfis síns í málinu að hann hefði vitneskju um að einkahlutafélagið væri meðal bjóðenda,“ segir þar. Óljós fyrri svör Bjarna Þá segir að umboðsmaður telji ekki enn fyllilega ljóst hvort ráðherra telji það fyrirkomulag sem viðhaft var við söluna hafi í reynd tryggt að gætt yrði hæfisreglna en í því tilliti er meðal annars spurt um hvort raunhæft hefði verið að kanna hvort fyrirhugaðir kaupendur hefðu þau tengsl við ráðherra að slík álitamál vöknuðu. Ljóst er að Skúli telur ýmsum spurningum enn ósvarað í málinu: „Í ljósi þess að í svari ráðherra kemur fram að engin athugun á slíkum tengslum fór fram innan ráðuneytisins óskar umboðsmaður einnig eftir upplýsingum um hvort það hafi litið svo á að Bankasýslunni bæri að kanna slík atriði. Spyr hann í því sambandi hvort stofnuninni hafi verið ljóst að einkahlutafélag í eigu föður ráðherra væri á meðal bjóðenda og þá hvers vegna athygli ráðuneytisins hafi ekki verið vakin á því.“ Frestur sem Skúli veitir Bjarna til svara er til 9. júní næstkomandi. Spurningar sem ríkisendurskoðandi tók ekki til athugunar Salan á Íslandsbanka hefur verið mikið hitamál á Alþingi. Einn þeirra sem hefur farið mikinn í gagnrýni á Bjarna og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hvernig að málum var staðið, er Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Jóhann Páll rifjar upp að þingmenn stjórnarflokkanna hafi lagst eindregið gegn því að skipuð yrði sérleg rannsóknarnefnd Alþingis sem færi í saumana á sölunni. Nú spyrji umboðsmaður Alþingis um atriði sem ekki voru undir í skýrslu ríkisendurskoðunar og athyglisvert verði hvað komi út úr því.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað jákvætt að þessar grundvallarspurningar um vinnubrögð fjármálaráðherra við söluna á Íslandsbanka fái loksins lögfræðilega umfjöllun, hvort Bjarni Benediktsson hafi rækt starfsskyldur sínar og gætt að hæfi sínu þegar hann seldi föður sínum eignarhlut í Íslandsbanka,“ segir Jóhann Páll spurður hvað hann lesi í þetta erindi Skúla. Jóhann Páll bendir á að þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi lagðst gegn því að skipuð yrði rannsóknarnefnd um söluna eða að óskað yrði eftir lögfræðiáliti um stjórnsýslulega þætti sölunnar. „En nú hefur umboðsmaður Alþingis hafið frumkvæðisathugun sem lýtur greinilega að því hvort hæfisreglum stjórnsýsluréttarins hafi verið fylgt, atriðum sem ekki voru undir í úttekt Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka. Það verður athyglisvert að sjá hvað kemur út úr þessu.“ Salan á Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Salan sú hefur sætt mikilli gagnrýni og þá meðal annars sá þáttur málsins sem snýr að föður Bjarna, Benedikt Sveinssyni sem var einn þeirra sem fékk að kaupa. Bjarni hefur sagt að þau kaup hafi komið sér í opna skjöldu og verið í trássi við vilja hans. Skúli fer fram á að öll samskipti Bjarna og ráðuneytisins við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk, m.a. tölvupóstsamskipti, minnisblöð og símtöl. Þetta kemur fram í tilkynningu sem finna má á vef umboðsmanns. Þar er rifjað upp að athugun umboðsmanns að álitamálum um hæfi fjármála- og efnahagsráðherra vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum hafi verið yfirstandandi. Skúli Magnússon umboðasmaður telur þau svör sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi veitt um söluna á Íslansbanka ófullnægjandi og spyr hvers vegna athygli ráðuneytisins hafi ekki verið á því vakin að faðir hans væri meðal kaupenda.Vísir/Vilhelm „Í framhaldi af svari ráðherra frá 24. mars sl. er nú óskað eftir nánari og ítarlegum skýringum á afstöðu ráðherra, m.a. hvort hann telji það hafa verið forsendu hugsanlegs vanhæfis síns í málinu að hann hefði vitneskju um að einkahlutafélagið væri meðal bjóðenda,“ segir þar. Óljós fyrri svör Bjarna Þá segir að umboðsmaður telji ekki enn fyllilega ljóst hvort ráðherra telji það fyrirkomulag sem viðhaft var við söluna hafi í reynd tryggt að gætt yrði hæfisreglna en í því tilliti er meðal annars spurt um hvort raunhæft hefði verið að kanna hvort fyrirhugaðir kaupendur hefðu þau tengsl við ráðherra að slík álitamál vöknuðu. Ljóst er að Skúli telur ýmsum spurningum enn ósvarað í málinu: „Í ljósi þess að í svari ráðherra kemur fram að engin athugun á slíkum tengslum fór fram innan ráðuneytisins óskar umboðsmaður einnig eftir upplýsingum um hvort það hafi litið svo á að Bankasýslunni bæri að kanna slík atriði. Spyr hann í því sambandi hvort stofnuninni hafi verið ljóst að einkahlutafélag í eigu föður ráðherra væri á meðal bjóðenda og þá hvers vegna athygli ráðuneytisins hafi ekki verið vakin á því.“ Frestur sem Skúli veitir Bjarna til svara er til 9. júní næstkomandi. Spurningar sem ríkisendurskoðandi tók ekki til athugunar Salan á Íslandsbanka hefur verið mikið hitamál á Alþingi. Einn þeirra sem hefur farið mikinn í gagnrýni á Bjarna og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hvernig að málum var staðið, er Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Jóhann Páll rifjar upp að þingmenn stjórnarflokkanna hafi lagst eindregið gegn því að skipuð yrði sérleg rannsóknarnefnd Alþingis sem færi í saumana á sölunni. Nú spyrji umboðsmaður Alþingis um atriði sem ekki voru undir í skýrslu ríkisendurskoðunar og athyglisvert verði hvað komi út úr því.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað jákvætt að þessar grundvallarspurningar um vinnubrögð fjármálaráðherra við söluna á Íslandsbanka fái loksins lögfræðilega umfjöllun, hvort Bjarni Benediktsson hafi rækt starfsskyldur sínar og gætt að hæfi sínu þegar hann seldi föður sínum eignarhlut í Íslandsbanka,“ segir Jóhann Páll spurður hvað hann lesi í þetta erindi Skúla. Jóhann Páll bendir á að þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi lagðst gegn því að skipuð yrði rannsóknarnefnd um söluna eða að óskað yrði eftir lögfræðiáliti um stjórnsýslulega þætti sölunnar. „En nú hefur umboðsmaður Alþingis hafið frumkvæðisathugun sem lýtur greinilega að því hvort hæfisreglum stjórnsýsluréttarins hafi verið fylgt, atriðum sem ekki voru undir í úttekt Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka. Það verður athyglisvert að sjá hvað kemur út úr þessu.“
Salan á Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira