Enginn friður án kvenna, ekkert kvenfrelsi án fjölbreytni Tatjana Latinovic skrifar 12. maí 2023 11:01 Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tatjana Latinovic Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun