Skipulag vinnumarkaðar - steinn í götu jafnréttis Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 12. maí 2023 12:00 Skipulag vinnumarkaðarins stendur jafnrétti á vinnumarkaði fyrir þrifum. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lengi bent á að launamunur kynja undanfarin ár hefur einna helst birst í mun á heildarlaunum karla og kvenna. Það endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla og að karlar vinna umtalsvert meiri yfirvinnu en konur. Hátt hlutfall álags- og yfirvinnugreiðslna hefur áhrif til hækkunar á meðaltímakaupi, enda yfirvinnustund að jafnaði 60–80% dýrari en dagvinnustund. Samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sýnir að yfirvinnugreiðslur hér á landi eru töluvert meiri en til að mynda á Norðurlöndunum. Slíkt vinnufyrirkomulag er engum til góðs og í beinni þversögn við áherslu á styttingu vinnuvikunnar. Það er því mikið jafnréttismál að ræða breytingar á skilgreindu dagvinnutímabili í kjarasamningum, uppgjörstímabili yfirvinnu, álagsgreiðslum og öðrum þáttum. Mikilvægt er að stuðla að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. SA hafa bent á að lengri vinnutími karla en kvenna, og þar af leiðandi hærri tekjur, hafi áhrif á lífeyriskjör, konum í óhag. Það liggur því í augum upp hversu mikið jafnréttismál það er að saman dragi í vinnutíma kynjanna, bæði hvað varðar hlutastörf og yfirvinnu. Aftur á móti hafa þessar áherslur SA hlotið lítinn hljómgrunn við kjarasamningsborðið. Ennfremur endurspeglar mun meiri yfirvinna karla en kvenna ójafna fjölskylduábyrgð kynjanna. SA hafa lengi talað fyrir auknum sveigjanleika á vinnumarkaði, meðal annars svo foreldrar eigi auðveldara með að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf og taka jafnan þátt í þriðju vaktinni sem lendir almennt frekar á herðum kvenna. Brúum umönnunarbilið - brjótum glerþakið SA telja brúun umönnunarbilsins vera eina áhrifaríkustu leiðina til að jafna hlut kynjanna á vinnumarkaði. Fæðingarorlofslöggjöfin var einnig mikilvæg varða á leiðinni í átt til jafnréttis á vinnumarkaði, en áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en feður á hinum Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að innan vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að samhengi sé á milli samfelldrar þátttöku kvenna á vinnumarkaði og aukins hlutar þeirra í stjórnunarstöðum sem geri þeim enn fremur kleift að sækja fram á fleiri sviðum. Brúun umönnunarbilsins og það að feður taki fæðingarorlof eru því skilvirkar leiðir til að draga úr heildarlaunamun kynjanna. Tryggjum félagslegt vinnuumhverfi Öruggt félagslegt umhverfi eflir öll kyn og stuðlar að starfsþróun þeirra. Bæði alþjóðlegar og norrænar rannsóknir á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum gefa sterkar vísbendingar um að konur séu í meirihluta þolenda. Því er brýnt að tryggja félagslegt vinnuumhverfi og stuðla að forvörnum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. SA vilja leggja sín lóð á þessar vogarskálar og hafa því einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið. Þessi verkfæri eiga að auðvelda fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Óhætt er að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Þá hafa SA bent á fleiri árangursríkar leiðir hvað varðar launamun kynjanna, sem dæmi: Vottun verði valkvæð og Ráðumst að rót vandans. Margt þarf hins vegar að koma til svo þær séu færar, til að mynda samstaða aðila vinnumarkaðarins, breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, aðkoma stjórnvalda, brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi, vinna gegn staðalímyndum og fleira mætti nefna. SA eru hins vegar stolt af þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækjanna í landinu, og halda ótrauð áfram, skref fyrir skref, í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Skipulag vinnumarkaðarins stendur jafnrétti á vinnumarkaði fyrir þrifum. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lengi bent á að launamunur kynja undanfarin ár hefur einna helst birst í mun á heildarlaunum karla og kvenna. Það endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla og að karlar vinna umtalsvert meiri yfirvinnu en konur. Hátt hlutfall álags- og yfirvinnugreiðslna hefur áhrif til hækkunar á meðaltímakaupi, enda yfirvinnustund að jafnaði 60–80% dýrari en dagvinnustund. Samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sýnir að yfirvinnugreiðslur hér á landi eru töluvert meiri en til að mynda á Norðurlöndunum. Slíkt vinnufyrirkomulag er engum til góðs og í beinni þversögn við áherslu á styttingu vinnuvikunnar. Það er því mikið jafnréttismál að ræða breytingar á skilgreindu dagvinnutímabili í kjarasamningum, uppgjörstímabili yfirvinnu, álagsgreiðslum og öðrum þáttum. Mikilvægt er að stuðla að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. SA hafa bent á að lengri vinnutími karla en kvenna, og þar af leiðandi hærri tekjur, hafi áhrif á lífeyriskjör, konum í óhag. Það liggur því í augum upp hversu mikið jafnréttismál það er að saman dragi í vinnutíma kynjanna, bæði hvað varðar hlutastörf og yfirvinnu. Aftur á móti hafa þessar áherslur SA hlotið lítinn hljómgrunn við kjarasamningsborðið. Ennfremur endurspeglar mun meiri yfirvinna karla en kvenna ójafna fjölskylduábyrgð kynjanna. SA hafa lengi talað fyrir auknum sveigjanleika á vinnumarkaði, meðal annars svo foreldrar eigi auðveldara með að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf og taka jafnan þátt í þriðju vaktinni sem lendir almennt frekar á herðum kvenna. Brúum umönnunarbilið - brjótum glerþakið SA telja brúun umönnunarbilsins vera eina áhrifaríkustu leiðina til að jafna hlut kynjanna á vinnumarkaði. Fæðingarorlofslöggjöfin var einnig mikilvæg varða á leiðinni í átt til jafnréttis á vinnumarkaði, en áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en feður á hinum Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að innan vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að samhengi sé á milli samfelldrar þátttöku kvenna á vinnumarkaði og aukins hlutar þeirra í stjórnunarstöðum sem geri þeim enn fremur kleift að sækja fram á fleiri sviðum. Brúun umönnunarbilsins og það að feður taki fæðingarorlof eru því skilvirkar leiðir til að draga úr heildarlaunamun kynjanna. Tryggjum félagslegt vinnuumhverfi Öruggt félagslegt umhverfi eflir öll kyn og stuðlar að starfsþróun þeirra. Bæði alþjóðlegar og norrænar rannsóknir á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum gefa sterkar vísbendingar um að konur séu í meirihluta þolenda. Því er brýnt að tryggja félagslegt vinnuumhverfi og stuðla að forvörnum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. SA vilja leggja sín lóð á þessar vogarskálar og hafa því einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið. Þessi verkfæri eiga að auðvelda fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Óhætt er að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Þá hafa SA bent á fleiri árangursríkar leiðir hvað varðar launamun kynjanna, sem dæmi: Vottun verði valkvæð og Ráðumst að rót vandans. Margt þarf hins vegar að koma til svo þær séu færar, til að mynda samstaða aðila vinnumarkaðarins, breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, aðkoma stjórnvalda, brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi, vinna gegn staðalímyndum og fleira mætti nefna. SA eru hins vegar stolt af þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækjanna í landinu, og halda ótrauð áfram, skref fyrir skref, í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun