Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 12. maí 2023 22:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. „Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Ég kunni nú alltaf vel við mig hér í vinnu og hafði gaman að því að kenna. En ég hafði enn meira gaman að því að stunda rannsóknir, skrifa og grúska. Það er það sem ég ætla að snúa mér að af enn meiri krafti í framtíðinni því þó þetta séu starfslok í háskólanum þá eru þetta ekki starfslok í lífinu,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Klippa: Ekki starfslok í lífinu Hannes er þá spurður hvernig hann meti árin sín í háskólanum, hvað hann sé að skilja eftir sig þar. „Ég er náttúrulega búinn að skrifa nokkrar bækur og kenna mjög mörgum nemendum,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími og mér hefur bara samið ágætlega við menn hérna á þessum vinnustað. Ég fer héðan með hlýjar minningar. Auðvitað getur vel verið að ég lumi á einhverjum gamansögum en þá eiga þær bara erindi í sjálfsævisöguna.“ Hannes vonar að honum hafi tekist að fá stjórnmálafræðinema til að víkka sjóndeildarhringinn með kennslunni. „Sannleikurinn er sá að þessi ráðstefna, sem var nú mjög fjölmenn og vel heppnuð, hún sýndi dálítinn fjölbreytileika. Þarna var verið að ræða allt milli himins og jarðar, sagnfræði, heimspeki, veraldarmálin, Úkraínu, Georgíu og svo framvegis. Það er þannig sem þetta þarf að vera, þetta þarf að vera fjöltóna - ekki einradda.“ Það var margt um manninn á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Nú þegar Hannes er hættur að kenna ætlar hann að halda áfram í rannsóknarvinnu sinni. Hann segist til að mynda hafa verið beðinn um að halda áfram rannsóknum sínum á Snorra Sturlusyni og því sem kalla mætti „frjálshyggjuarfi Norðurlanda.“ „Því það kemur í ljós þegar málið er skoðað að velgengni Norðurlanda er aðallega vegna trausts réttarríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og sterkrar samkenndar og ekki vegna einhverrar jafnaðarstefnu á tuttugustu öldinni.“ Fengu bara einn af þremur forsætisráðherrum Fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna héldu erindi á ráðstefnunni í dag um ýmis málefni. Athygli vakti þó að hvorki Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, né Geir H. Haarde mættu á ráðstefnuna. Báðir voru þeir á mælendaskrá og áttu að halda erindi á ráðstefnunni. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru þeirra á ráðstefnunni sjálfri. „Okkur var lofað þremur forsætisráðherrum en fengum bara einn,“ sagði Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, var eini þessara þriggja sem mættu. Hélt hann ræðu um það hvernig Ísland náði sér aftur á strik eftir hrunið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni í dag.Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Vísis tók á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Samkvæmislífið Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira